Risatilboði Chelsea hafnað - Tekur Nuno við West Ham? - Tveir á blaði United - Ungur miðvörður til Arsenal?
   lau 10. febrúar 2024 22:16
Ívan Guðjón Baldursson
Spánn: Flottir sigrar hjá Las Palmas og Osasuna
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Það fóru nokkrir leikir fram í spænska boltanum í dag og í kvöld þar sem áhugaverð úrslit litu dagsins ljós.

Real Sociedad tapaði óvænt á heimavelli gegn Osasuna, þar sem Ante Budimir skoraði eina mark leiksins í upphafi síðari hálfleiks.

Heimamenn í San Sebastián voru sterkari aðilinn en þeim tókst ekki að skora. Sociedad er í sjöunda sæti deildarinnar eftir þetta tap, heilum ellefu stigum frá Meistaradeildarsæti. Osasuna er um miðja deild, átta stigum fyrir neðan Sociedad.

Valencia tapaði þá fyrir Las Palmas í Evrópubaráttunni og eru liðin jöfn á stigum, tveimur stigum eftir Real Sociedad.

Alex Suarez og Marc Cardona skoruðu mörkin í 2-0 sigri Las Palmas, en staðan var markalaus fram að 89. mínútu.

Að lokum gerðu Alavés og Villarreal 1-1 jafntefli í spennandi slag þar sem heimamenn voru óheppnir að skora ekki annað mark.

Alaves og Villarreal eru bæði í neðri hluta deildarinnar, átta stigum frá fallsvæðinu.

Las Palmas 2 - 0 Valencia
1-0 Alex Suarez ('89 )
2-0 Marc Cardona ('95 )

Alaves 1 - 1 Villarreal
1-0 Samuel Omorodion ('25 )
1-1 Jorge Cuenca ('42 )

Real Sociedad 0 - 1 Osasuna
0-1 Ante Budimir ('49 )
Stöðutaflan Spánn La Liga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Real Madrid 4 4 0 0 8 2 +6 12
2 Barcelona 4 3 1 0 13 3 +10 10
3 Espanyol 4 3 1 0 8 5 +3 10
4 Athletic 4 3 0 1 6 4 +2 9
5 Getafe 4 3 0 1 6 4 +2 9
6 Villarreal 4 2 1 1 8 3 +5 7
7 Alaves 4 2 1 1 4 3 +1 7
8 Elche 4 1 3 0 6 4 +2 6
9 Betis 5 1 3 1 6 6 0 6
10 Osasuna 4 2 0 2 3 2 +1 6
11 Atletico Madrid 4 1 2 1 5 4 +1 5
12 Celta 5 0 4 1 4 6 -2 4
13 Sevilla 4 1 1 2 7 7 0 4
14 Vallecano 4 1 1 2 4 5 -1 4
15 Valencia 4 1 1 2 4 8 -4 4
16 Oviedo 4 1 0 3 1 7 -6 3
17 Real Sociedad 4 0 2 2 4 6 -2 2
18 Levante 4 0 1 3 5 9 -4 1
19 Mallorca 4 0 1 3 4 9 -5 1
20 Girona 4 0 1 3 2 11 -9 1
Athugasemdir
banner