Arsenal og Tottenham hafa áhuga á Kean - Man Utd sýndi Fermín López áhuga - Jota orðaður við Arsenal
banner
   mán 10. febrúar 2025 15:49
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Grindavík bauð í Sindra en hann fer ekki þangað - Áhugi frá Færeyjum
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Grindavík bauð samkvæmt heimildum Fótbolta.net í markmanninn Sindra Kristin Ólafsson hjá FH, en hann fer þó ekki í Grindavík.

Grindavík hefur verið í markmannsleit þar sem aðalmarkmaður liðsins, Aron Dagur BIrnuson, samdi við Stjörnuna í vetur.

Fótbolti.net fjallaði um áhuga Grindvíkinga á Sindra í síðustu viku en framtíð hans er óljós eftir að FH sótti Mathias Rosenörn í markið. Í útvarpsþættinum Fótbolti.net á laugardag var fjallað um að HB í Færeyjum hefði áhuga á því að fá Sindra í markið.

Sindri er samningsbundinn FH út komandi tímabil. Hann er 28 ára og hefur á sínum ferli leikið með Keflavík og FH.
Útvarpsþátturinn - Heima í Helsinki og ótímabær Lengjuspá
Athugasemdir
banner
banner
banner