Varnarmaðurinn Brynjar Gauti Guðjónsson hefur æft með Grindavík að undanförnu og samkvæmt heimildum Fótbolta.net eru líkur á því að Brynjar spili með liðinu á komandi tímabili í Lengjudeildinni.
Brynjar hefur verið án félags eftir að samningur hans við Fram rann út eftir síðasta tímabil. Hann verður 33 ára seinna í þessum mánuði og hefur spilað með Fram, Stjörnunni, ÍBV og uppeldisfélaginu Víkingi Ólafsvík.
Á síðasta tímabili spilaði Brynjar átta leiki í Bestu deildinni og skoraði eitt mark. Hann missti af hluta tímabilsins vegna meiðsla.
Brynjar hefur verið án félags eftir að samningur hans við Fram rann út eftir síðasta tímabil. Hann verður 33 ára seinna í þessum mánuði og hefur spilað með Fram, Stjörnunni, ÍBV og uppeldisfélaginu Víkingi Ólafsvík.
Á síðasta tímabili spilaði Brynjar átta leiki í Bestu deildinni og skoraði eitt mark. Hann missti af hluta tímabilsins vegna meiðsla.
Samkvæmt heimildum Fótbolta.net hefur Grindavík áhuga á því að fá Sindra Kristin Ólafsson í sínar raðir. Fyrst var vakin athygli á áhuga Grindavíkur á Sindra í hlaðvarpsþættinum Dr. Football. Sindri er samningsbundinn FH en Hafnfirðingar eru að skoða markmannsmálin hjá sér og eru sterklega orðaðir við Mathias Rosenörn.
Grindavík er í leit að markverði en Aron Dagur Birnuson, aðalmarkvörður liðsins síðustu ár, samdi við Stjörnuna í vetur.
Grindavík endaði í 9. sæti Lengjudeildarinnar í fyrra. Haraldur Árni Hróðmarsson er þjálfari liðsins.
Komnir
Arnór Gauti Úlfarsson frá ÍR
Kristófer Máni Pálsson frá Breiðabliki
Sindri Þór Guðmundsson frá Reyni S.
Viktor Guðberg Hauksson frá Reyni S. (var á láni)
Árni Salvar Heimisson frá ÍA á láni
Breki Þór Hermannsson frá ÍA á láni
Farnir
Aron Dagur Birnuson í Stjörnuna
Sigurjón Rúnarsson í Fram
Kristófer Konráðsson í Fram
Dagur Ingi Hammer Gunnarsson í Leikni
Bjarki Aðalsteinsson
Ion Perelló til Spánar
Dennis Nieblas Moreno til Ítalíu
Nuno Jorge Nobre Barbosa Malheiro til Ítalíu
Josip Krznaric til Slóveníu
Daniel Ndi (var á láni)
Athugasemdir