Gluggadagsslúðrið - Man Utd reynir að styrkja sóknarlínuna - Ferguson hefur staðist læknisskoðun - Aston Villa að fá Asensio
   mán 03. febrúar 2025 13:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Brynjar Gauti æfir með Grindavík sem hefur einnig áhuga á Sindra Kristni
Lengjudeildin
Brynjar Gauti var í tvö og hálft ár hjá Fram.
Brynjar Gauti var í tvö og hálft ár hjá Fram.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Sindri Kristinn.
Sindri Kristinn.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Varnarmaðurinn Brynjar Gauti Guðjónsson hefur æft með Grindavík að undanförnu og samkvæmt heimildum Fótbolta.net eru líkur á því að Brynjar spili með liðinu á komandi tímabili í Lengjudeildinni.

Brynjar hefur verið án félags eftir að samningur hans við Fram rann út eftir síðasta tímabil. Hann verður 33 ára seinna í þessum mánuði og hefur spilað með Fram, Stjörnunni, ÍBV og uppeldisfélaginu Víkingi Ólafsvík.

Á síðasta tímabili spilaði Brynjar átta leiki í Bestu deildinni og skoraði eitt mark. Hann missti af hluta tímabilsins vegna meiðsla.

Samkvæmt heimildum Fótbolta.net hefur Grindavík áhuga á því að fá Sindra Kristin Ólafsson í sínar raðir. Fyrst var vakin athygli á áhuga Grindavíkur á Sindra í hlaðvarpsþættinum Dr. Football. Sindri er samningsbundinn FH en Hafnfirðingar eru að skoða markmannsmálin hjá sér og eru sterklega orðaðir við Mathias Rosenörn.

Grindavík er í leit að markverði en Aron Dagur Birnuson, aðalmarkvörður liðsins síðustu ár, samdi við Stjörnuna í vetur.

Grindavík endaði í 9. sæti Lengjudeildarinnar í fyrra. Haraldur Árni Hróðmarsson er þjálfari liðsins.

Komnir
Arnór Gauti Úlfarsson frá ÍR
Kristófer Máni Pálsson frá Breiðabliki
Sindri Þór Guðmundsson frá Reyni S.
Viktor Guðberg Hauksson frá Reyni S. (var á láni)
Árni Salvar Heimisson frá ÍA á láni
Breki Þór Hermannsson frá ÍA á láni

Farnir
Aron Dagur Birnuson í Stjörnuna
Sigurjón Rúnarsson í Fram
Kristófer Konráðsson í Fram
Dagur Ingi Hammer Gunnarsson í Leikni
Bjarki Aðalsteinsson
Ion Perelló til Spánar
Dennis Nieblas Moreno til Ítalíu
Nuno Jorge Nobre Barbosa Malheiro til Ítalíu
Josip Krznaric til Slóveníu
Daniel Ndi (var á láni)
Athugasemdir
banner
banner
banner