Everton vill fá Grealish á lægra verði - Man Utd á eftir Wharton - West Ham hafnaði tilboði Chelsea
Jón Daði: Þarf að komast í burtu frá fótbolta og hreinsa hugan
Bjarni Jó: Það kannski einkennir lið sem er að falla
Ingimar Arnar skoraði sigurmarkið: Ég man ekki einu sinni eftir þessu
Jóhann Birnir: Svekkelsi
Sigfús Fannar: Þetta mark var fyrir hana
Siggi Höskulds: Fannst við eiga skilið að vinna þessa deild
Addi Grétars: Ekki mikil fótboltaleg gæði
Aron Ingi: Það var bara eitt markmið og það var að fara beint upp
Gústi Gylfa: Úr því sem komið var var markmiðið að halda sér uppi
Aron Birkir: Ég veit ég gat ekkert í fyrra
Alli Jói: Ekki bara leikjahæsti heldur besti leikmaður í sögu Völsungs
Gunnar Már: Við förum beint upp
HK náði markmiðinu - „Voru ótrúlega sterkir í hausnum"
Hafa áhuga á að halda áfram með Grindavík - „Spennandi hópur og við Marko vinnum vel saman"
Gunnar Heiðar: Lengri leið og hún verður bara skemmtilegri fyrir vikið
Bjarki stoltur eftir síðasta leikinn sinn - „Liðið hefur aldrei verið á betri stað"
Fannar Daði: Það var ekkert planið að spila á þessu tímabili
Jóhannes Karl: Aldrei spurning í seinni hálfleik hvernig þessi leikur fari
Óskar Smári: Í dag fannst mér við gefa ódýr mörk
Jói talar um leiksýningu hjá dómurunum - „Greinilega mjög hræddir við það umtal"
   þri 10. apríl 2018 16:30
Elvar Geir Magnússon
Guðni Bergs í Færeyjum: Það má velta fyrir sér þrefaldri umferð
Guðni Bergsson formaður KSÍ.
Guðni Bergsson formaður KSÍ.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Guðni Bergsson, formaður KSÍ, er mættur til Færeyja til að fylgjast með leik Íslands og Færeyja í undankeppni HM kvenna en flautað var til leiks klukkan 16:00. Leikurinn fer fram á Þórsvelli sem er glæsilegur gervigrasvöllur í Færeyjum. Guðni er búinn að skoða hann vel.

„Það er mikill metnaður í þessu verkefni. Þeir ætla að endurbyggja stúku hérna og þá er þetta þéttur og góður völlur sem tekur 5000 manns. Þeir eru að gera þetta vel finnst mér," sagði Guðni við Fótbolta.net í Færeyjum í dag.

„Það er góð aðstaða fyrir áhorfendur og hér eru líka skrifstofur og fleira. Þeir hafa gert þetta að fagmennsku. Þeir hafa sýnt okkur ýmislegt sem þeir eru að gera vel og færeyskur fótbolti er á góðum stað."

Færeyska úrvalsdeildin hófst í mars en þar er spiluð þreföld umferð í tíu liða deild, samtals 27 leikir. Gæti Ísland fjölgað gervigrasvöllum og byrjað mótið á slíku undirlagi?

„Einhverjir hafa velt því fyrir sér að hafa þrefalda umferð og það má velta því fyrir sér og jafnvel prófa sig eitthvað áfram. Ég er af þeirri kynslóð að ég er hrifinn af náttúrulegu grasi en gervigrasið býður upp á annars konar og meiri nýtingu og auðvitað á það vel við íslenskar aðstæður að mörgu leyti. Við erum með góða blöndu af náttúrulegu og gervigrasi eins og er en ég á von á því að við eigum eftir að sjá fleiri keppnisvelli með gevigrasi á Íslandi."

Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.
Athugasemdir
banner