Tyrkneska félagið Trabzonspor er búið að staðfesta félagaskipti markvarðarins André Onana.
Onana kemur á lánssamningi frá Manchester United eftir að hafa mistekist að hrífa þjálfarateymi félagsins.
Rauðu djöflarnir keyptu Onana úr röðum Inter fyrir tveimur árum síðan og borguðu rúmlega 40 milljónir punda fyrir.
Hann var keyptur inn sem aðalmarkvörður og spilaði 101 leik á tveimur tímabilum hjá félaginu. Hann gerði þó mikið af mistökum og missti traustið frá þjálfarateyminu sem varð til þess að Man Utd fór að leita sér af nýjum markverði.
Altay Bayindir átti að veita Onana samkeppni um byrjunarliðssætið á milli stanganna en hann hefur einnig verið mistækur. Því ákvað félagið að festa kaup á Belganum Senne Lammens undir lok félagaskiptagluggans.
11.09.2025 15:30
Onana búinn að fá treyju Trabzonspor í hendurnar
Yeni evine ho? geldin, ???????????????????? ???????? pic.twitter.com/2BpzPmNBio
— Trabzonspor (@Trabzonspor) September 11, 2025
Athugasemdir