Lærisveinar Milos Milojevic í liði Al-Sharjah í efstu deild í Katar lentu tveimur mörkum undir á útivelli gegn Khorfakkan í dag.
Þeir brugðust þó vel við og náðu að jafna leikinn með tveimur vítaspyrnum. Fyrst skoraði Marcus Meloni af punktinum og var staðan 2-1 allt þar til seint í uppbótartíma þegar önnur vítaspyrna var dæmd.
Í þetta skiptið steig Rey Manaj, sem hafði komið inn af bekknum, á punktinn. Lesendur gætu þekkt Manaj frá því þegar hann lék með Watford í ensku Championship deildinni skömmu eftir að hafa yfirgefið uppeldisfélag sitt Barcelona.
Manaj skoraði af punktinum og bjargaði þannig stigi fyrir Al-Sharjah, sem er með 4 stig eftir 3 umferðir.
Lyngby rúllaði þá yfir Hobro í næstefstu deild í Danmörku. Heimamenn í liði Hobro tóku forystuna snemma leiks en Frederik Gytkjær svaraði með þrennu.
Ungur leikmaður að nafni William Steindorsson kom inn af bekknum á 62. mínútu og er skráður fyrir stoðsendingunni í síðasta marki leiksins, sem kom á 95. mínútu.
William er tvítugur og er uppalinn hjá Lyngby. Hann kom við sögu með U16 landsliði Dana en hefur ekki fengið að spreyta sig síðan þá fyrir þjóð sína.
Khorfakkan 2 - 2 Al-Sharjah
1-0 T. Tissoudali ('39, víti)
2-0 A. Boa Morte ('52)
2-1 Marcus Meloni ('59, víti)
2-2 Rey Manaj ('99, víti)
Hobro 1 - 4 Lyngby
1-0 S. Andreassen ('12)
1-1 Frederik Gytkjær ('13)
1-2 Frederik Gytkjær ('71)
1-3 Frederik Gytkjær ('84)
1-4 M. Kaarsbo ('95)
Athugasemdir