Isak, Tuchel, Sesko, Amorim, Rabiot, Branthwaite og fleiri góðir í slúðrinu í dag
   lau 10. apríl 2021 20:57
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Spánn: Real Madrid hafði betur í skemmtilegum El Clasico
Messi í rigningunni í Madríd.
Messi í rigningunni í Madríd.
Mynd: Getty Images
Benzema skoraði fyrra mark sinna manna.
Benzema skoraði fyrra mark sinna manna.
Mynd: Getty Images
Real Madrid 2 - 1 Barcelona
1-0 Karim Benzema ('13 )
2-0 Toni Kroos ('28 )
2-1 Oscar Mingueza ('60 )
Rautt spjald: Casemiro, Real Madrid ('90)

Real Madrid hafði betur gegn erkifjendum sínum í Barcelona í El Clasico í kvöld.

Þetta var gríðarlega þýðingarmikill leikur; það var mikið undir varðandi titilbaráttuna.

Real Madrid byrjaði mjög vel og tók forystuna eftir 13 mínútur þegar Karim Benzema skoraði með hælnum inn í teig. Stundarfjórðungi síðar skoraði Toni Kroos úr aukaspyrnu sem fór í varnarvegginn og inn.

Staðan var 2-0 í hálfleik en það rigndi gríðarlega mikið í Madríd nánast allan leikinn. Lionel Messi komst hvað næst því að skora fyrir Barcelona í fyrri hálfleik þegar hornspyrna hans hafnaði í stönginni.

Barcelona var mikið meira með boltann í leiknum og gestirnir minnkuðu muninn á 60 mínútu þegar varnarmaðurinn Oscar Minguez mætti inn í teig og kláraði vel.

Börsungar pressuðu eftir jöfnunarmarki en það kom ekki. Hinn ungi Ilaix Moriba átti skot í slána í blálokin. Grátlegt fyrir þennan unga strák að sjá boltann ekki liggja í netinu. Barcelona spilaði síðustu mínúturnar einum fleiri eftir að Casemiro, miðjumaður Real Madrid, fékk að líta sitt annað gula spjald.

Mjög skemmtilegur El Clasico í kvöld og þessi sigur gerir titilbaráttuna enn meira spennandi. Barcelona hefði farið á toppinn með fimm stigum meira en Real Madrid, með sigri í kvöld. En þess í stað er Real Madrid komið upp að hlið nágranna sinna í Atletico Madrid. Real Madrid er á toppnum vegna innbyrðis viðureigna við Atletico. Bæði lið eru með 66 stig og svo er Barcelona með 65 stig. Atletico á leik til góða.

Atletico Madrid og Real Madrid munu eigast við í lokaumferðinni á Spáni. Það gæti mögulega verið úrslitaleikur.

Hér að neðan má sjá úrslitin í hinum leikjum dagsins í spænsku úrvalsdeildinni.

Athletic 0 - 0 Alaves

Eibar 0 - 1 Levante
0-1 Jorge De Frutos Sebastian ('45 )

Getafe 0 - 1 Cadiz
1-0 David Timor ('64 , sjálfsmark)
Athugasemdir
banner
banner