Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 10. júní 2021 22:20
Elvar Geir Magnússon
„Hef sagt það við menn út í bæ að þetta er einn besti markvörður á landinu"
Lengjudeildin
 Lukas Jensen, markvörður Kórdrengja.
Lukas Jensen, markvörður Kórdrengja.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Markverðir Lengjudeildarinnar hafa fengið gagnrýni í upphafi móts en Kórdrengir eru í skýjunum með sinn mann, Danann Lukas Jensen sem kom á láni frá Burnley.

Jensen tók gríðarlega mikilvægar vörslur í dramatískum 2-1 sigri gegn Gróttu.

Davíð Smári Lamude, þjálfari Kórdrengja, vill meina að hann sé með besta markvörð deildarinnar í sínum röðum. Reyndar vill hann meina að hann sé einn sá besti á landinu í dag.

„Ég hef sagt það við menn út i bæ og get sagt það hér, fyrir mér er hann einn besti markvörður landsins í dag. Mér fannst hann sýna það í þessum leik að mögulega hef ég eitthvað til míns máls þar," sagði Davíð eftir leikinn.

Fyrirliðinn Davíð Þór Ásbjörnsson var þó valinn maður leiksins, hann skoraði bæði mörk Kórdrengja.

„Davíð skilar alltaf öllu sem hann hefur, stundum ganga hlutirnir ekki upp en í flestum tilfellum er hann okkar besti maður. Það er þannig."
Davíð Smári hreinskilinn: Við erum ekki Breiðablik
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner