
Hin tvítuga Katla Tryggvadóttir fær stórt tækifæri í byrjunarliði Íslands á Evrópumótinu í kvöld. Hún byrjar lokaleik liðsins gegn Noregi.
Katla, sem er fyrirliði Kristianstad í Svíþjóð, hefur komið inn á í fyrstu tveimur leikjunum og staðið sig vel. Núna er hún með frá byrjun.
Katla, sem er fyrirliði Kristianstad í Svíþjóð, hefur komið inn á í fyrstu tveimur leikjunum og staðið sig vel. Núna er hún með frá byrjun.

Byrjunarliðið er annars það nákvæmlega sama og Fótbolti.net spáði fyrir um í gær. Ekki á hverjum degi sem það gerist.
Hildur Antonsdóttir kemur inn eftir leikbann og Sædís Rún Heiðarsdóttir kemur inn fyrir Guðnýju Árnadóttur sem er meidd.
Athugasemdir