Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
   þri 10. september 2024 20:14
Sölvi Haraldsson
Andri Fannar: Aulaleg mörk sem við fengum á okkur
Icelandair
Andri Fannar, fyrirliði U21 landsliðsins, í leiknum gegn Wales í dag.
Andri Fannar, fyrirliði U21 landsliðsins, í leiknum gegn Wales í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

Þetta var mjög svekkjandi og ekki eins og við vildum að þetta færi en svona fór þetta. Þeir nýttu færin sín betur en við og fengu þrjú stig.“ sagði Andri Fannar Baldursson, fyrirliði U21 landsliðsins, eftir 2-1 tap gegn Wales.


Lestu um leikinn: Ísland U21 1 -  2 Wales U21

Andri segir að það hafi verið erfitt að spila í þessum aðstæðum en það er ekki nóg að nota það sem afsökun.

Vindurinn spilaði auðvitað eitthvað inn í og það er erfitt að spila í þessum vindi. En eins og ég sagði, vindurinn er fyrir bæði lið og við getum ekki notað það sem afsökun en þetta er virkilega svekkjandi og lélegt af okkar hálfu að koma ekki betur stefndir í þennan leik.

Allt liðið er mjög svekkt yfir þessu en liðið hefði mátt gera hlutina yfirvegaðari samkvæmt fyrirliðanum.

Mér fannst við vera undir í baráttunni. Þeir nýttu sín færi betur en við. Við hefðum átt að vera yfirvegaðari á boltanum, við hefðum átt að láta boltann aðeins rúlla og búa til færi en það gerðist ekki í dag og við erum allir mjög svekktir yfir þessu.

Hvernig metur Andri gluggan og framhaldið í riðlinum?

Við eigum tvo leiki að spila í október, Litháen og Danmörku. Við höfum ekkert annað en að vinna þá leiki og sjá síðan hvað gerist. En þetta er virkilega svekkjandi og ég er ógeðslega pirraður yfir þessum leik í dag. Við vildum allir gera miklu betur. Við erum allir svekktir út í okkur sjálfa að hafa ekki gert betur. Þetta eru líka aulaleg mörk sem við fengum á okkur. Það gerir þetta aðeins verra, við verðum að standa saman, rífa okkur í gang og stíga upp úr þessu.“ sagði Andri Fannar Baldursson að lokum.

Viðtalið við Andra Fannar má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner