Barcelona vill fá Kane - Wharton efstur á lista Chelsea - Endrick lánaður til Lyon
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
Karólína kenndi stuðningsmönnum Inter íslenskan frasa
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verði auðvelt
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Nik: Viljum góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
Sjáðu það helsta úr ítalska: Albert skoraði og De Gea með furðulega tilburði
Sverrir Ingi lærir af Rafa Benítez: Maður spilar ekki endalaust
Andri Lucas: Við erum að verða mjög gott lið
Alli Jói: Ég lít á þetta sem skref upp á við
Jói Berg var ekki sáttur með ákvörðun Arnars: Gríðarlega svekkjandi
Davíð Snorri: Kjarninn góður en þó öflugir leikmenn utan hópsins
Lárus Orri hæstánægður: Hann er ekkert að koma heim til þess að slaka á
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
   þri 10. september 2024 20:14
Sölvi Haraldsson
Andri Fannar: Aulaleg mörk sem við fengum á okkur
Icelandair
Andri Fannar, fyrirliði U21 landsliðsins, í leiknum gegn Wales í dag.
Andri Fannar, fyrirliði U21 landsliðsins, í leiknum gegn Wales í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

Þetta var mjög svekkjandi og ekki eins og við vildum að þetta færi en svona fór þetta. Þeir nýttu færin sín betur en við og fengu þrjú stig.“ sagði Andri Fannar Baldursson, fyrirliði U21 landsliðsins, eftir 2-1 tap gegn Wales.


Lestu um leikinn: Ísland U21 1 -  2 Wales U21

Andri segir að það hafi verið erfitt að spila í þessum aðstæðum en það er ekki nóg að nota það sem afsökun.

Vindurinn spilaði auðvitað eitthvað inn í og það er erfitt að spila í þessum vindi. En eins og ég sagði, vindurinn er fyrir bæði lið og við getum ekki notað það sem afsökun en þetta er virkilega svekkjandi og lélegt af okkar hálfu að koma ekki betur stefndir í þennan leik.

Allt liðið er mjög svekkt yfir þessu en liðið hefði mátt gera hlutina yfirvegaðari samkvæmt fyrirliðanum.

Mér fannst við vera undir í baráttunni. Þeir nýttu sín færi betur en við. Við hefðum átt að vera yfirvegaðari á boltanum, við hefðum átt að láta boltann aðeins rúlla og búa til færi en það gerðist ekki í dag og við erum allir mjög svekktir yfir þessu.

Hvernig metur Andri gluggan og framhaldið í riðlinum?

Við eigum tvo leiki að spila í október, Litháen og Danmörku. Við höfum ekkert annað en að vinna þá leiki og sjá síðan hvað gerist. En þetta er virkilega svekkjandi og ég er ógeðslega pirraður yfir þessum leik í dag. Við vildum allir gera miklu betur. Við erum allir svekktir út í okkur sjálfa að hafa ekki gert betur. Þetta eru líka aulaleg mörk sem við fengum á okkur. Það gerir þetta aðeins verra, við verðum að standa saman, rífa okkur í gang og stíga upp úr þessu.“ sagði Andri Fannar Baldursson að lokum.

Viðtalið við Andra Fannar má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner