Liverpool hefur áhuga á Gomes - Yamal fær nýjan samning - Sean Dyche íhugar markvarðarbreytingu
Arnar: Okkur hefur gengið vel að viðhalda hungrinu
Daði: Ólýsanleg tilfinning
Rúnar: Ekki það skemmtilegasta í heimi að tapa 6-0
Óskar Hrafn: Eins og klippt út úr Klaufabárðunum
Jökull: Grimmir og uppskárum eitt mark
Höskuldur: Þetta hafa alltaf bara verið eins og bikarúrslitaleikir
Ómar: Ógeðslega pirrandi að skora þrjú mörk og það dugi ekki einusinni til stigs
Dóri Árna: Rembingurinn við að búa til þennan úrslitaleik er rosalega mikill
Davíð Smári: Hellingur að byggja á en staðan er alvarleg
Rúnar Kristins: Ekki víti, 100%
„Kannski ástæðan fyrir því að við erum ekki í topp sex“
Rúnar Már: Náði loksins að æfa í tvær vikur án þess að vera á hækjum á milli
Heimir: Þarf ekki að vera að berja niður klefa
Óli Valur: Bullandi séns á Evrópu
Deano: Við erum mjög stolt af þessu
Haddi: Við áttum alls ekki skilið að tapa
Haraldur Freyr: Ef við hefðum breytt einu jafntefli í sigur að þá hefðum við unnið deildina
Úlfur: Stráir salti í sárin
Oliver Heiðars: Ég ætlaði mér að verða markahæstur
Ólafur Hrannar: Strákarnir sýndu heldur betur karakter
   þri 10. september 2024 20:14
Sölvi Haraldsson
Andri Fannar: Aulaleg mörk sem við fengum á okkur
Icelandair
Andri Fannar, fyrirliði U21 landsliðsins, í leiknum gegn Wales í dag.
Andri Fannar, fyrirliði U21 landsliðsins, í leiknum gegn Wales í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

Þetta var mjög svekkjandi og ekki eins og við vildum að þetta færi en svona fór þetta. Þeir nýttu færin sín betur en við og fengu þrjú stig.“ sagði Andri Fannar Baldursson, fyrirliði U21 landsliðsins, eftir 2-1 tap gegn Wales.


Lestu um leikinn: Ísland U21 1 -  2 Wales U21

Andri segir að það hafi verið erfitt að spila í þessum aðstæðum en það er ekki nóg að nota það sem afsökun.

Vindurinn spilaði auðvitað eitthvað inn í og það er erfitt að spila í þessum vindi. En eins og ég sagði, vindurinn er fyrir bæði lið og við getum ekki notað það sem afsökun en þetta er virkilega svekkjandi og lélegt af okkar hálfu að koma ekki betur stefndir í þennan leik.

Allt liðið er mjög svekkt yfir þessu en liðið hefði mátt gera hlutina yfirvegaðari samkvæmt fyrirliðanum.

Mér fannst við vera undir í baráttunni. Þeir nýttu sín færi betur en við. Við hefðum átt að vera yfirvegaðari á boltanum, við hefðum átt að láta boltann aðeins rúlla og búa til færi en það gerðist ekki í dag og við erum allir mjög svekktir yfir þessu.

Hvernig metur Andri gluggan og framhaldið í riðlinum?

Við eigum tvo leiki að spila í október, Litháen og Danmörku. Við höfum ekkert annað en að vinna þá leiki og sjá síðan hvað gerist. En þetta er virkilega svekkjandi og ég er ógeðslega pirraður yfir þessum leik í dag. Við vildum allir gera miklu betur. Við erum allir svekktir út í okkur sjálfa að hafa ekki gert betur. Þetta eru líka aulaleg mörk sem við fengum á okkur. Það gerir þetta aðeins verra, við verðum að standa saman, rífa okkur í gang og stíga upp úr þessu.“ sagði Andri Fannar Baldursson að lokum.

Viðtalið við Andra Fannar má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner
banner