Verðmiðinn á Rashford - Mikið tap hjá Ratcliffe - Newcastle vill Gittens
Arnór Borg um VÆB fagn Vestra: Daði var að cooka inn í klefa, Róa eitthvað
Dóri Árna: Ef maður misstígur sig einu sinni þá ertu búinn
Davíð Smári eftir magnaðan sigur: Þetta er fótboltaleikur, það eru tilfinningar
Haddi: Gerum glórulaus mistök
Rúnar Kristins: Baráttuandinn og viljinn til staðar
Sjáðu síðasta víti Stjörnunnar og stemninguna hjá Kára í Akraneshöllinni
Hektor Bergmann: Þetta er besta tilfinning í heimi
Jökull eftir sigur í vító: „Eigum sittera fyrir framan markið“
Alexander Aron: Hægt að fara með þennan leik upp í KSÍ og kenna hvernig á að spila fótbolta
Maggi: Fer ekkert ofan af því að það væri fínt að fá VAR til Íslands
Elmar Kári: Draumur að fá þann heiður að taka þátt í þessu verkefni
Pressa á Jóni Þór? - „Það er alveg klárt mál"
Venni sló á létta strengi: Evrópudraumurinn er farinn
Túfa: Að mínu mati eitt af þremur bestu liðunum í Lengjudeildinni
Oliver: Þrennan hefði mátt detta
„Það eru bara hærri hlaupatölur þegar við spilum við KR en önnur lið"
Óskar Hrafn: Í dag duttum við af hjólinu
„Veit ekki hvort að menn hafi haldið að þetta kæmi að sjálfu sér"
Brynjar Kristmunds: Þurftum að bera ákveðna virðingu fyrir því
Bjarni Jó: Heppnaðist illa og ég tek það á mig
   fös 10. nóvember 2017 19:20
Orri Rafn Sigurðarson
Bjarni Jó: Byggjum liðið okkar upp á Ísfirðingum og Íslendingum
Bjarni handsalar samninginn við Sólon Breka
Bjarni handsalar samninginn við Sólon Breka
Mynd: Fótbolti.net - Orri Rafn Sigurðarson
Frá undirskrift Sólon Breka við Vestra
Frá undirskrift Sólon Breka við Vestra
Mynd: Fótbolti.net - Orri Rafn Sigurðarson
„Bara mjög vel þetta er strákur sem að kemur úr yngri flokkum Breiðabliks og er búin að banka inn mörkum þar á hverju ári og reyndist Vestra mjög vel árið 2016 þegar hann kom þangað á miðju sumri og mig hlakkar til að vinna með honum" Sagði Bjarni Jóhannsson þjálfari Vestra eftir undirskrift Sólons Breka í dag

Síðari hluta tímabils 2016 var Sólon í láni hjá Vestra þar sem hann skoraði átta mörk í ellefu leikjum. Hann þekkir því til á Vestfjörðum.

Sólon er uppalinn hjá Breiðabliki en hann yfirgefur nú æskufélag sitt.

„Alveg klárlega og hann verður hluti af vonandi góðum sóknarleik liðsins sem að skorti svoldið í fyrra og eins og ég segi þá er hann markaskorari og það er fínt að hafa að minnsta kosti einn mann í því að skora mörk" Sólon hefur verið duglegur að skora á ferlinum og Bjarni leggur vonir við að svo verði áfram

„Klárlega! Við ætlum að breyta aðeins munstrinu á þessu og freista þess að fá unga kjarkaða leikmenn vestur og það er kjarkur í því að koma vestur úr Breiðablik"

„Við erum kannski aðeins að stíga á bremsuna gagnvart erlendum leikmönnum með fullri virðingu fyrir þeim þá hafa verið of margir erlendir leikmenn sem hafa ekki staðið undir væntingum og við ætlum bara að freista þess að byggja liðið okkar upp á ísfirðingum og íslendingum" Vestri ætla sér að byggja liðið upp af heimamönnum og ungum strákum sem fá ekki þau tækifæri sem þeir vilja hjá sínu félagsliði

„Ég hef smá tengingu þarna og Sammi er búinn að hringja nokkrum sinnum en ég sagði það fyrir nokrum árum að ég myndi enda minn ferill út á landi og hjálpa liðum út á landi að ná betri tökum á sínum árangri ég á flottar minningar frá Ísafirði þegar ég spilaði þar sjálfur í þrjú ár og bjó þar"

„Við reiknum með því við erum að þreifa fyrir okkur og sjá hvernig landið liggur í þessu"

„Við erum sammála um það að Vestri með svoná góðu áferði og leikmönnum eigi að vera minnsta kosti í Inkasso deildinni"
Markmiðið er skýrt hjá Vestra með ráðningu Bjarna undirskrift Sólon Breka ásamt því að reynsluboltinn Andrew Pew hefur skrifað undir hjá Vestra og verður Bjarna einnig til aðstoðar
Athugasemdir