Liverpool reynir við Pedro næsta sumar - PSG til í að opna veskið fyrir Isak - Nico Williams eftirsóttur
   fös 10. nóvember 2017 17:26
Elvar Geir Magnússon
Heimild: mbl.is 
Siggi Raggi ráðinn þjálfari Kína til þriggja ára (Staðfest)
Sigurður Ragnar er fyrrum þjálfari íslenska kvennalandsliðsins.
Sigurður Ragnar er fyrrum þjálfari íslenska kvennalandsliðsins.
Mynd: Fótbolti.net - Kristján Orri Jóhannsson
Sigurður Ragnar Eyjólfsson hefur skrifað undir þriggja ára samning við kínverska knattspyrnusambandið. Hann mun stýra kvennalandsliði Kína.

Hann lætur af störfum hjá kvennaliði Jiangsu Suning eftir að hafa stýrt liðinu í þriðja sæti kínversku úrvalsdeildarinnar. Þá gerði hann liðið að bikarmeisturum.

Í morgun greindi kínverska sambandið frá því að Sigurður myndi stýra liðinu í næstu leikjum, vináttuleikjum gegn Ástralíu síðar í þessum mánuði, eftir að Bruno Bini var rekinn vegna óviðunandi úrslita.

Sigurður staðfestir í samtali við mbl.is að hann hafi verið ráðinn. Hann segir starfið mjög viðamikið enda sé kínverska landsliðið saman 160-200 daga á ári.

Hann mun hafa aðset­ur í Peking en þar eru höfuðstöðvar liðsins og kín­verska knatt­spyrnu­sam­bands­ins.

„Þetta er al­gjört draumastarf. Kína er fjöl­menn­asta þjóð í heimi og Kín­verj­arn­ir hafa auðveld­lega bol­magn til að ráða hvern sem þeir vilja í þetta starf. Þeir aug­lýstu það ekki, held­ur leituðu til mín og báðu mig um að taka við liðinu, og ég er ofboðslega stolt­ur af því og ætla að gera allt sem ég get til að hjálpa liðinu," sagði Sig­urður, sem stýrði íslenska kvennalandsliðinu áður, í samtali við mbl.is.
Athugasemdir
banner
banner
banner