Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   þri 10. nóvember 2020 11:00
Elvar Geir Magnússon
Skref upp á við að yfirgefa Arsenal og fara til Aston Villa
Emiliano Martínez.
Emiliano Martínez.
Mynd: Getty Images
Emiliano Martínez segist hafa tekið skrefið upp á við þegar hann yfirgaf Arsenal og gekk í raðir Aston Villa.

Martínez hefur staðið sig virkilega vel síðan hann gekk í raðir Villa og stuðningsmenn félagsins eru farnir að láta sig dreyma um Evrópusæti.

Arsenal er hinsvegar í neðri hluta töflunnar en liðið tapað 0-3 fyrir Villa um helgina. Martínez var varamarkvörður Arsenal.

„Það voru allir að segja að það væri skref niður á mínum ferli að fara til Villa en ég svaraði því alltaf að þetta væri skref upp á við," segir Martínez.

„Þegar ég ákvað að koma til Villa var það vegna þess að ég treysti stjóranum og metnaði félagsins. Ég veit hversu stórt félag Villa er."

„Metnaður minn er að spila í Evrópukeppni með Aston Villa. Ég vil fara með þetta félag eins langt og mögulegt er. Við erum á réttri leið. Getum við náð því á þessu tímabili? Já. En við þurfum að vinna fyrir því."

Martínez fékk tækifæri hjá Arsenal á síðasta tímabili eftir meiðsli Bernd Leno og öðlaðist miklar vinsældir meðal stuðningsmanna liðsins.

„Ég sagði við Mikel Arteta að ég vildi spila í hverri viku en hann gat ekki lofað því. Ég vildi bara vera aðalmarkvörður. Aston Villa vildi fá mig og ég vildi fara. Arsenal hjálpaði mér í því eftir öll þessi ár hjá félaginu," segir Martínez.
Athugasemdir
banner
banner
banner