Viðar Örn Kjartansson hefur dregið sig úr landsliðshópnum sem mætir Rúmeníu og Norður Makedóníu í undankeppni HM 2022.
Hann meiddist í markalausu jafntefli Valerenga gegn Lilleström um helgina.
Enginn verður tekinn inn í staðinn fyrir hann. Fótbolti.net spáir því að Andri Lucas Guðjohnsen verði í byrjunarliðinu gegn Rúmeníu á morgun.
Leikurinn gegn Rúmeníu hefst kl 19:45 ytra. Liðið ferðast síðan til Norður Makedóníu en sá leikur fer fram sunnudaginn 14. nóvember kl 17.
Athugasemdir