Sádar gera allt til að fá Salah - Semenyo vill helst fara til Liverpool - Liverpool og Barca vilja Guehi
   mið 10. desember 2025 23:42
Ívan Guðjón Baldursson
Bellingham: Stöndum 100% með þjálfaranum
,,Get tekið þessi högg á mig"
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Jude Bellingham miðjumaður Real Madrid og enska landsliðsins svaraði spurningum eftir tap á heimavelli gegn Manchester City í Meistaradeild Evrópu í kvöld.

Hann var meðal annars spurður út í þjálfarann Xabi Alonso sem spænskir fjölmiðlar segja vera í hættu á að missa starfið sitt hjá Real eftir slæmt gengi undanfarnar vikur.

Real hefur aðeins unnið tvo leiki af síðustu átta í öllum keppnum eftir orðróm um ósætti á milli Alonso og Vinícius Júnior.

„Við erum að reyna að bæta okkar leik án þess að hlusta á utanaðkomandi raddir. Við vitum að það er ekki sniðugt fyrir okkur að taka mark á því sem fjölmiðlar segja, við verðum að bæta ákveðna hluti við okkar leik," sagði Bellingham.

„Það eru ákveðnir tímapunktar í leikjum þar sem við þurfum að kveljast og einhvern veginn fáum við alltaf mark á okkur á þessum stundum. Þegar það gerist þá endum við á að neyðast til að spila öðruvísi leik heldur en við viljum spila. Við höfum allt sem þarf til að snúa þessu gengi við, við erum með magnaðan leikmannahóp en það vantar kannski aðeins upp á heppnina.

„Við vitum að tímabilið er hvergi nærri búið þó að við höfum ekki verið að ná í nægilega góð úrslit að undanförnu. Við stöndum 100% með þjálfaranum, hann hefur verið frábær frá komu sinni til félagsins.

„Ég á persónulega í mjög góðu sambandi við stjórann og ég veit að margir af strákunum eiga líka mjög góð samskipti við hann. Við settumst niður og ræddum málin eftir öll jafnteflin í síðasta mánuði. Okkur leið eins og við værum komnir út úr þessum slæma kafla þegar við unnum um daginn, en sigrinum fylgdu tveir tapleikir. Við setjum hökuna upp og vitum að við þurfum að gera betur ef við ætlum okkur að ná árangri."


Það hefur mikið verið rætt um Bellingham í fjölmiðlum á Englandi eftir að hann var ekki í landsliðshópi Thomas Tuchel fyrr í haust eftir meiðsli. Hann virtist svo vera ósáttur með skiptingu í sigri gegn Albaníu í nóvember og var hann málaður upp sem vandræðagemsi í einhverjum fjölmiðlum.

„Þetta er bara lífið, þetta fylgir því að vera atvinnumaður á hæsta stigi. Ég spila fyrir stærsta félag í heimi og eitt gagnrýndasta landslið heims. Ég vil ekki vorkunn, ég er að lifa drauminn. Ég get tekið þessi högg á mig, mér finnst það vera mikilvægur hæfileiki."
Stöðutaflan Evrópa Meistaradeildin
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 6 6 0 0 17 1 +16 18
2 Bayern 6 5 0 1 18 7 +11 15
3 PSG 6 4 1 1 19 8 +11 13
4 Man City 6 4 1 1 12 6 +6 13
5 Atalanta 6 4 1 1 8 6 +2 13
6 Inter 6 4 0 2 12 4 +8 12
7 Real Madrid 6 4 0 2 13 7 +6 12
8 Atletico Madrid 6 4 0 2 15 12 +3 12
9 Liverpool 6 4 0 2 11 8 +3 12
10 Tottenham 6 3 2 1 13 7 +6 11
11 Dortmund 6 3 2 1 19 13 +6 11
12 Newcastle 6 3 1 2 13 6 +7 10
13 Chelsea 6 3 1 2 13 8 +5 10
14 Sporting 6 3 1 2 12 8 +4 10
15 Barcelona 6 3 1 2 14 11 +3 10
16 Marseille 6 3 0 3 11 8 +3 9
17 Juventus 6 2 3 1 12 10 +2 9
18 Galatasaray 6 3 0 3 8 8 0 9
19 Mónakó 6 2 3 1 7 8 -1 9
20 Leverkusen 6 2 3 1 10 12 -2 9
21 PSV 6 2 2 2 15 11 +4 8
22 Qarabag 6 2 1 3 10 13 -3 7
23 Napoli 6 2 1 3 6 11 -5 7
24 FCK 6 2 1 3 10 16 -6 7
25 Benfica 6 2 0 4 6 8 -2 6
26 Pafos FC 6 1 3 2 4 9 -5 6
27 St. Gilloise 6 2 0 4 7 15 -8 6
28 Athletic 6 1 2 3 4 9 -5 5
29 Olympiakos 6 1 2 3 6 13 -7 5
30 Club Brugge 6 1 1 4 8 16 -8 4
31 Eintracht Frankfurt 6 1 1 4 8 16 -8 4
32 Bodö/Glimt 6 0 3 3 9 13 -4 3
33 Slavia Prag 6 0 3 3 2 11 -9 3
34 Ajax 6 1 0 5 5 18 -13 3
35 Villarreal 6 0 1 5 4 13 -9 1
36 Kairat 6 0 1 5 4 15 -11 1
Athugasemdir