Það eru afar áhugaverðir leikir á dagskrá í sjöttu umferð Meistaradeildarinnar sem lýkur í kvöld.
Athletic Bilbao tekur á móti ríkjandi meisturum Paris Saint-Germain og er Nico Williams á kantinum, en stóri bróðir hans Inaki Williams situr á bekknum.
Oihan Sancet, Gorka Guruzeta og Álex Berenguer mynda skemmtilega sóknarlínu við hlið Nico. Gestirnir frá París mæta til leiks með ógnarsterkt lið þar sem Bradley Barcola og Khvicha Kvaratskhelia eru á kötnunum með hinn bráðefnilega Senny Mayulu í fremstu víglínu. Mayulu leikur sem fölsk nía og heldur bæði Goncalo Ramos, Lee Kang-in og Désiré Doué á bekknum.
Achraf Hakimi, Lucas Hernández, Ousmane Dembélé, Lucas Beraldo og Lucas Chevalier eru allir fjarri góðu gamni. Matvey Safonov er á milli stanganna.
Portúgalska stórveldið Benfica tekur á móti afar meiðslahrjáðum Ítalíumeisturum frá Napólí. Lykilmenn á borð við Kevin De Bruyne og Zambo Anguissa eru fjarverandi vegna meiðsla. Scott McTominay og Rasmus Höjlund eru í byrjunarliðinu.
37 ára gamall Nicolas Otamendi er í byrjunarliði Benfica.
Íslenski Bandaríkjamaðurinn Cole Campbell er þá á varamannabekknum hjá Borussia Dortmund sem fær Bodö/Glimt í heimsókn frá Noregi.
Að lokum teflir Juventus fram sterku byrjunarliði á heimavelli gegn Kýpverjunum frá Pafos. Þar byrjar Teun Koopmeiners óvænt í miðverði hjá Juventus á meðan gamla kempan David Luiz er á sínum stað í hjarta varnarinnar hjá Pafos.
Athletic Bilbao: Simon, Areso, Vivian, Berchiche, Boiro, Jauregizar, De Gallareta, Berenguer, Sancet, N.Williams, Guruzeta
Varamenn: De Luis, Gomez, Gorosabel, Hierro, Lekue, Padilla, Rego, Sanchez, Santos, Serrano, Vesga, I.Williams
PSG: Safonov, Zaire-Emery, Marquinhos, Pacho, Mendes, Neves, Vitinha, Ruiz, Barcola, Kvaratskhelia, Mayulu
Varamenn: Marin, Doue, Ramos, Kang-in, James, Marin, Mbaye, Ndjantou, Zabarnyi
Benfica: Trubin, Dedic, Araujo, Otamendi, Dahl, Rios, Barrenechea, Aursnes, Barreiro, Sudakov, Ivanovic
Napoli: Milinkovic-Savic, Beukema, Rrahmani, Buongiorno, Di Lorenzo, McTominay, Elmas, Olivera, Neres, Lang, Höjlund
Varamenn: Ambrosino, Contini, Ferrante, Jesus, Lucca, Politano, Spinazzola, Vergara
Dortmund: Kobel, Anselmino, Anton, Schlotterbeck, Couto, Nmecha, Bellingham, Bensebaini, Brandt, Beier, Silva
Varamenn: Campbell, Adeyemi, Can, Chukwuemeka, Duranville, Gross, Guirassy, Ryerson, Sule, Svensson, Meyer, Ostrzinski
Bodö/Glimt: Haikin, Sjövold, Björtuft, Aleesami, Björkan, Evjen, Berg, Fet, Blomberg, Hauge, Högh
Juventus: Di Gregorio, Kalulu, Kelly, Koopmeiners, McKennie, Locatelli, Miretti, Cambiaso, Zhegrova, Yildiz, David
Varamenn: Adzic, Bremer, Cabal, Conceicao, Mario, Kostic, Openda, Rouhi, Rugani, Thuram, Scaglia, Perin
Pafos: Michail, Luckassen, David Luiz, Goldar, Bruno, Sunjic, Pepe, Orsic, Correia, Dragomir, Anderson Silva
Athugasemdir



