Sádar gera allt til að fá Salah - Semenyo vill helst fara til Liverpool - Liverpool og Barca vilja Guehi
   mið 10. desember 2025 19:09
Ívan Guðjón Baldursson
Byrjunarlið kvöldsins: Mbappé á bekknum - Nörgaard í miðverði
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Það er nóg um að vera í Meistaradeild Evrópu í kvöld þar sem sjö leikir hefjast á sama tíma og mæta þrjú ensk úrvalsdeildarfélög til sögu.

Manchester City heimsækir Real Madrid í risaslag þar sem Pep Guardiola notar sama byrjunarlið og vann þægilegan sigur á Sunderland um helgina.

Xabi Alonso þjálfari Real Madrid gerir fjórar breytingar eftir óvænt tap á heimavelli gegn Elche um helgina. Þar koma Rodrygo, Antonio Rüdiger, Dani Ceballos og Gonzalo García inn í byrjunarliðið fyrir Fran García, Kylian Mbappé, Arda Güler og Eder Militao.

Mbappé og Militao eru að glíma við meiðsli en Mbappé er þó á bekknum ásamt García og Güler.

Arsenal, topplið ensku deildarinnar, heimsækir Club Brugge til Belgíu og ákvað Mikel Arteta þjálfari að gera fimm breytingar eftir dramatískt tap gegn Aston Villa um helgina.

Bukayo Saka, Eberechi Eze og Riccardo Calafiori setjast á bekkinn á meðan Jurriën Timber og Declan Rice eru ekki í hóp vegna meiðsla. Í staðinn koma Gabriel Martinelli, Viktor Gyökeres, Noni Madueke, Christian Nörgaard og Myles Lewis-Skelly inn í byrjunarliðið.

Nörgaard hefur ekki fengið mikinn spiltíma frá félagaskiptum sínum til Arsenal í sumar en hann fær tækifærið í kvöld. Hann er þó að spila út úr stöðu, hann þarf að leysa miðvarðarhlutverkið af hólmi vegna mikilla meiðslavandræða í hópnum.

Brasilíski framherjinn Gabriel Jesus er aftur á bekknum eftir langvarandi meiðsli.

Newcastle United mætir einnig til leiks og heimsækir Bayer Leverkusen á erfiðum útivelli. Leverkusen hefur verið að ná góðum úrslitum upp á síðkastið og vann síðasta leik sinn í Meistaradeildinni á útivelli gegn Man City, en tapaði svo 2-0 gegn Augsburg um helgina.

Eddie Howe gerir fjórar breytingar eftir nauman sigur á nýliðum Burnley um helgina. Harvey Barnes, Joelinton, Sandro Tonali og Lewis Hall koma inn í byrjunarliðið.

Real Madrid: Courtois, Valverde, Rudiger, Asencio, Carreras, Ceballos, Tchouameni, Bellingham, Rodrygo, Vinicius, G.Garcia
Varamenn: Mbappe, Endrick, Mastantuono, Guler, B.Diaz, F.Garcia, Cestero, Martinez, Lunin, Valdepenas

Man City: Donnarumma, Nunes, Dias, Gvardiol, O'Reilly, Nico, Foden, B.Silva, Cherki, Doku, Haaland
Varamenn: Savinho, Marmoush, Reijnders, Bobb, Ait-Nouri, Ake, Khusanov, Lewis, Trafford, Bettinelli



Club Brugge: Mignolet, Siquet, Ordonez, Mechele, Seys, Stankovic, Onyedika, Forbs, Vanaken, Tzolis, Tresoldi

Arsenal: Raya, White, Nörgaard, Hincapie, Lewis-Skelly, Ödegaard, Zubimendi, Merino, Madueke, Martinelli, Gyökeres
Varamenn: Saka, Eze, Calafiori, G.Jesus, Kepa, Nwaneri, Salmon, Copley, Nichols, Setford



Leverkusen: Flekken, Quansah, Andrich, Tapsoba, Arthur, Maza, Garcia, Grimaldo, Tillman, Poku, Schick
Varamenn: Bade, Belocian, Ben Seghir, Blaswich, Echeverri, Kofane, Lomb, Tappe, Tella

Newcastle: Ramsdale, Livramento, Thiaw, Burn, Hall, Tonali, Joelinton, Guimaraes, Barnes, Gordon, Woltemade
Varamenn: Elanga, Ramsey, Schar, Wissa, Willock, J.Murphy, A.Murphy, Thompson, Miley, Harrison
Stöðutaflan Evrópa Meistaradeildin
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 5 5 0 0 14 1 +13 15
2 Bayern 6 5 0 1 18 7 +11 15
3 Atalanta 6 4 1 1 8 6 +2 13
4 PSG 5 4 0 1 19 8 +11 12
5 Inter 6 4 0 2 12 4 +8 12
6 Real Madrid 5 4 0 1 12 5 +7 12
7 Atletico Madrid 6 4 0 2 15 12 +3 12
8 Liverpool 6 4 0 2 11 8 +3 12
9 Tottenham 6 3 2 1 13 7 +6 11
10 Dortmund 5 3 1 1 17 11 +6 10
11 Chelsea 6 3 1 2 13 8 +5 10
12 Man City 5 3 1 1 10 5 +5 10
13 Sporting 6 3 1 2 12 8 +4 10
14 Barcelona 6 3 1 2 14 11 +3 10
15 Qarabag 6 3 1 2 10 10 0 10
16 Newcastle 5 3 0 2 11 4 +7 9
17 Marseille 6 3 0 3 11 8 +3 9
18 Galatasaray 6 3 0 3 8 8 0 9
19 Mónakó 6 2 3 1 7 8 -1 9
20 PSV 6 2 2 2 15 11 +4 8
21 Leverkusen 5 2 2 1 8 10 -2 8
22 Napoli 5 2 1 2 6 9 -3 7
23 Juventus 5 1 3 1 10 10 0 6
24 Pafos FC 5 1 3 1 4 7 -3 6
25 St. Gilloise 6 2 0 4 7 15 -8 6
26 Olympiakos 6 1 2 3 6 13 -7 5
27 FCK 6 1 2 3 9 16 -7 5
28 Club Brugge 5 1 1 3 8 13 -5 4
29 Athletic 5 1 1 3 4 9 -5 4
30 Eintracht Frankfurt 6 1 1 4 8 16 -8 4
31 Benfica 5 1 0 4 4 8 -4 3
32 Slavia Prag 6 0 3 3 2 11 -9 3
33 Bodö/Glimt 5 0 2 3 7 11 -4 2
34 Villarreal 6 0 2 4 4 12 -8 2
35 Kairat 6 0 1 5 4 15 -11 1
36 Ajax 6 0 0 6 2 18 -16 0
Athugasemdir
banner