Dagur Dan Þórhallsson hefur fært sig um set í MLS-deildinni en CF Montreal gerði samkomulag við Orlando City.
Orlando fær 500 þúsund Bandríkjadali fyrir Dag en sú upphæð gæti svo hækkað eftir ákvæðum.
Dagur Dan gerir samning við Montreal til 2028 með möguleika á framlengingu til 2029,
Orlando fær 500 þúsund Bandríkjadali fyrir Dag en sú upphæð gæti svo hækkað eftir ákvæðum.
Dagur Dan gerir samning við Montreal til 2028 með möguleika á framlengingu til 2029,
Dagur, sem er 25 ára, lék 116 leiki fyrir Orlando en hann kom til félagsins 2023 frá Breiðabliki.
Luca Saputo, sem sér um leikmannamál Montreal, segir að kanadíska félagið hafi fylgst með Degi síðan hann kom í deildina. Hann passi vel inn í hugmyndafræði félagsins og að fjölhæfni hans komi að góðum notum.
Montreal endaði í 28. sæti af 30 liðum MLS-deildarinnar á þessu tímabili. Dagur á sjö landsleiki fyrir Ísland.
Athugasemdir



