Sádar gera allt til að fá Salah - Semenyo vill helst fara til Liverpool - Liverpool og Barca vilja Guehi
banner
   mið 10. desember 2025 15:53
Elvar Geir Magnússon
Eggert Aron snýr aftur út á völlinn eftir nokkra mánuði
Eggert Aron Guðmundsson.
Eggert Aron Guðmundsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Eggert Aron Guðmundsson hefur gengist undir aðgerð á hné en hann meiddist í Evrópudeildarleik gegn PAOK í síðasta mánuði.

Á heimasíðu Brann segir að aðgerðin hafi gengið að vonum og bráðum hefjist endurhæfingarferli. Eftir nokkra mánuði megi svo sjá hann aftur á vellinum.

„Það er mjög erfitt að lenda í svona meiðslum en ég er þegar farinn að horfa fram veginn og hlakka til að spila fótbolta aftur og klæðast Brann treyjunni," segir Eggert við heimasíðu Brann.

Brann hafnaði í fjórða sæti norsku úrvalsdeildarinnar og hefur verið að gera góða hluti í Evrópudeildinni. Þar er liðið sem stendur í umspilssæti en annað kvöld er leikið gegn Fenerbahce.

Freyr Alexandersson stýrir Brann en auk Eggerts er Sævar Atli Magnússon í liðinu en hann er líka á meiðslalistanum.
Athugasemdir
banner
banner