Sádar gera allt til að fá Salah - Semenyo vill helst fara til Liverpool - Liverpool og Barca vilja Guehi
banner
   mið 10. desember 2025 13:00
Kári Snorrason
Viðtal
Fór á skeljarnar fyrir hundraðasta leikinn - „Vona að við klárum giftinguna fyrir þann tvö hundraðasta“
„Mér fannst líka mikilvægt að gera þetta fyrir leik, því ef við hefðum unnið hefði þetta orðið vesen.“
„Mér fannst líka mikilvægt að gera þetta fyrir leik, því ef við hefðum unnið hefði þetta orðið vesen.“
Mynd: Aðsend
Hundraðasti leikur Árna var gegn Liverpool.
Hundraðasti leikur Árna var gegn Liverpool.
Mynd: EPA
„Ég er með álíka uppskeru og Bielsa, sæki að meðaltali 1.65 á leik, það er ekki leiðum að líkjast.“
„Ég er með álíka uppskeru og Bielsa, sæki að meðaltali 1.65 á leik, það er ekki leiðum að líkjast.“
Mynd: EPA
Mynd: Aðsend
Alan Smith er í uppáhaldi.
Alan Smith er í uppáhaldi.
„Mér finnst við vera með alltof sterkan mannskap til að falla. Við höldum okkur klárlega uppi.”
„Mér finnst við vera með alltof sterkan mannskap til að falla. Við höldum okkur klárlega uppi.”
Mynd: EPA
„Meirihluti stuðningsmanna vildu fá Farke út, en nú hefur það heldur betur snúist.“
„Meirihluti stuðningsmanna vildu fá Farke út, en nú hefur það heldur betur snúist.“
Mynd: EPA
Árni Þór Birgisson, formaður Leeds klúbbsins á Íslandi, fór nýverið á sinn hundraðasta leik með Leeds. Ásamt að ná þeim merka áfanga, fór hann jafnframt á skeljarnar og trúlofaðist unnustu sinni fyrir utan Elland Road.

Í tilefni þess settist Fótbolti.net niður með Árna og ræddi við hann um áfangana tvo.

„Tveir leikir og fjögur stig, gegn Chelsea og Liverpool, ég viðurkenni það maður átti ekki endilega von á þessu miðað við hvernig liðið spilaði þarna á undan. Meirihluti stuðningsmanna vildu fá Farke út, en nú hefur það heldur betur snúist.

Ég fattaði ekki strax að þetta yrði 100. leikurinn. Ég hafði það ekkert í huga þegar ég pantaði ferðina. Þetta hitti skemmtilega á.“


Á skeljunum við Billy Bremner
Árni fór á skeljarnar og trúlofaðist Önnu Láru fyrir framan Elland Road degi fyrir stórleikinn gegn Liverpool.

„Við kynnumst eftir fyrsta leik Leeds í úrvalsdeildinni 2020, sem var einmitt á móti Liverpool. Mér fannst vel við hæfi að trúlofa okkur þarna. Mér fannst líka mikilvægt að gera þetta fyrir leik, því ef við hefðum unnið hefði þetta orðið vesen. En hún tók mjög vel í þetta og átti alls ekkert von á þessu en sagði að sjálfsögðu já.“

„Það er fyndið að segja frá því að Anna er grjótharður stuðningsmaður Liverpool. Hún er það hörð að ég þurfti að græja miða fyrir hana Liverpool-megin. Hefði hún neyðst til þess að vera Leeds-megin hefði hún frekar kosið að taka leikinn á einhverjum bar, hún getur ekki hamið sig,“
sagði Árni léttur.

Aðspurður þótti Árna ekkert verra að fara á skeljarnar fyrir framan styttu af hinum goðsagnakennda Billy Bremner. Stóra spurningin er þó hvort að giftingin verði á 200. leiknum.

„Ég vona að við klárum giftinguna fyrir tvö hundraðasta leikinn. Ég kemst varla upp með að fresta henni í 6-8 ár.“

Álíka uppskera og Bielsa
Árni heldur mikið bókhald utan um alla leiki sem hann fer á og notar appið Futbology til að skrá niður alla leiki sem hann fer á erlendis.

„Ég fer á minn fyrsta leik með Leeds 1999 á Stamford Bridge, þar sem við unnum Chelsea tvö núll. Síðan fór ég á sirka einn leik á ári þar til ársins 2014. Þá fjölgaði leikjunum upp í 2-3 leiki á ári.

Árið 2018 eignaðist ég svo ársmiða á Elland Road og síðan þá hef ég farið á 10-12 leiki á ári, að COVID árunum utanskyldum. Ég er með svipaða uppskeru og Bielsa, sæki að meðaltali 1.65 stig á leik, það er ekki leiðum að líkjast. Ég passa mig að skrá alla leiki í þetta app, og það heldur utan um allskonar tölfræði í kringum leikina.“


Hvar er stefnan sett?
„Ég er búinn að fara á 7 Leeds leiki á þessu tímabili. Ætli þetta endi ekki í einhverjum tólf leikjum á tímabilinu. Ég reyni að komast út á sem flesta leiki, óháð mótherjum, en það eru samt alltaf ákveðnir leikir sem maður horfir í – Leikirnir gegn Manutd, Chelsea og Liverpool eru alltaf stærstir.“

Gengið vel gegn Chelsea
„Ég er búinn að sjá okkur vinna Chelsea ansi oft, sem er skemmtilegt út af því að það er mikill rígur á milli liðanna. Rígurinn byrjaði 1965, en síðan mættust liðin í bikarúrslitaleik árið 1970.

Bikarúrslitaleikurinn hefur verið kallaður grófasti fótboltaleikur allra tíma, en aðeins eitt gult spjald fór á loft. Michael Oliver endurdæmdi leikinn árið 2020 og hann hefði gefið sextán áminningar og ellefu rauð spjöld. Þetta var ákveðin harka.“


Eftirminnilegasti leikurinn
„Það var þegar við unnum Bournemouth fyrir nokkrum árum eftir að hafa lent undir 1-3 en snerum taflinu við og unnum 4-3 með þremur mörkum á síðasta korterinu. Lætin voru ólýsanleg þegar við skoruðum sigurmarkið.

Það var svipað í fyrra gegn Leicester í alvöru toppslag í Championship deildinni. Þá komum við til baka eftir að hafa verið marki undir og skoruðum þrjú mörk á síðustu tíu mínútunum.“


Sjaldan lent í klandri
Árni segir þó mesta ríginn vera gegn Manchester United og rifjar upp tap gegn erkifjendunum á Elland Road fyrir þremur árum.

„Það hafa aldrei verið jafn margir lögregluþjónar á vakt í kringum einn leik í sögu ensks fótbolta. Það voru yfir þúsund löggur þarna. Maður fann stemninguna í loftinu, andrúmsloftið var einfaldlega rafmagnað í borginni, bæði fyrir leik og á meðan leik stóð. Þetta var meira en bara fótboltaleikur sem var að fara eiga sér stað.“

„Ég hef sjálfur aldrei lent í einhverju veseni. Ég er ekki týpan sem leitast eftir slíku, en ef þú vilt vesen er mjög auðvelt að komast í það. Leedsarar eru mjög heitir. Það er mikið hatur á milli stuðningsmanna Leeds og stuðningsmanna Chelsea og Millwall.“

„Ég heimsótti Millwall í London árið 2005. Ég fór ásamt hundruðum stuðningsmönnum Leeds, umkringdir lögreglufólki og lögregluhundum. Við fórum út af brautarpallinum nálægt vellinum og við tóku enn fleiri löggur. Við fórum sérstaka leið fyrir áhorfendur gestaliðsins og þar voru sjö metra háar girðingar allt í kringum okkur og maður hugsaði hvað maður væri búinn að koma sér út í. En allt er þetta jú gert til að vernda stuðningsmennina.“


Stemningin ólýsanleg
„Ég hef oft hitt menn sem eru að fara á leiki hjá Man Utd eða Liverpool og taka Elland Road með. Þeir eiga ekki til orð, það er miklu betri stemning en á Old Trafford. Stemningin á Anfield á góðu Evrópukvöldi er mögnuð, en nær ekki að toppa stemmninguna á Elland Road þegar hún er upp á sitt besta.“

Árni segir hádegisleikina sísta, en laugardagar, hvort sem leikirnir eru klukkan þrjú eða síðdegis. Þá er alltaf einstakt að fara á kvöldleiki undir fljóðljósum að sögn Árna.

Alan Smith í uppáhaldi
„Ég var alltaf rosalega hrifinn af Alan Smith sem var í aldamótaliðinu. Hann skoraði ekkert rosalega mikið en hann vann mikið án bolta og gerði alla í kringum sig betri. Ef ég ætti að velja einn þá verður hann fyrir valinu.“

Alan Smith í uppáhaldi
„Ég var alltaf rosalega hrifinn af Alan Smith sem var í aldamótaliðinu. Hann skoraði ekkert rosalega mikið en hann vann mikið án bolta og gerði alla í kringum sig betri. Ef ég ætti að velja einn þá verður hann fyrir valinu.“

Þá segir Árni Bandaríkjamanninn Brendan Aaronson ekki vera í náðinni hjá flestum stuðningsmönnum Leeds, ekki frekar en Jack Harrison. Þeir vildu ekki spila fyrir klúbbinn í Championship, og hinn blóðheiti stuðningsmaður Leeds hefur lítiinn húmor fyrir slíku. Þeir þurfa heldur betur að sanna sig aftur til að komast í náðina.

„Ég er lítill aðdáandi Aaronson. Vinur minn Agnar Þór Hilmarsson er Aaronson-aðdáandi númer eitt og vill sjá hann spila alla leiki.. Hann getur hlaupið og djöflast en þegar hann fær boltann líkist hann hauslausri hænu, hann er einfaldlega ekki nógu góður. Enda hefur spilamennska liðsins stórbatnað eftir að hann var settur á bekkinn.“

Höldum okkur klárlega uppi
Leeds er sem stendur í sextánda sæti deildarinnar, tveimur stigum frá fallsæti. Stjórinn Daniel Farke hefur ráðist í miklar taktískar breytingar og er Árni bjartsýnn á að liðið haldi sér uppi.

„Spilamennskan hefur verið misjöfn hjá okkur, við höfum spilað marga góða leiki án þess að uppskera, en svo höfum við spilað leiki þar sem við áttum ekkert skilið útúr.

Farke gerði svo nokkuð stórar breytingar gegn Chelsea og Liverpool, sem að skiluðu 4 sanngjörnum stigum. Ég held að við endum tímabilið í 12.-15. sæti, enda finnst mér við vera með alltof sterkan mannskap til að falla. Við höldum okkur klárlega uppi.”




Athugasemdir
banner
banner
banner