Sádar gera allt til að fá Salah - Semenyo vill helst fara til Liverpool - Liverpool og Barca vilja Guehi
   mið 10. desember 2025 16:30
Kári Snorrason
Gerrard hvetur Salah til að draga ummælin í land
Mynd: EPA
Steven Gerrard, goðsögn hjá Liverpool, segir að Mohamed Salah verður að draga í land ásakanir sínar um að honum hafi verið kastað undir rútuna.

Salah mætt í umdeild viðtal síðastliðinn laugardag og sagði að honum hefði verið kennt um slakt gengi Liverpool. Eftir ummælin var hann ekki valinn í leikmannahóp Liverpool í Meistaradeildinni.

Gerrard var sérfræðingur TNT og sagði það rangt metið að það sé verið að kasta Salah undir rútuna.

„Hann er augljóslega mjög vonsvikinn yfir því að spila ekki, sem ég virði. Hann þarf aðeins að draga í land ummælin um að kasta sér undir rútuna og þarf að ræða málin við Slot.“

„Við höfum allir misst stjórn á skapi okkar sem leikmenn. Við höfum allir gert eitthvað í geðshræringu. Ég veit að þegar allt hefur róast mun Mo hugsa með sér að hann hefði ekki átt að segja þetta.“

Gerrard líkti atvikinu við fyrrverandi liðsfélaga sinn hjá Liverpool, Luis Suarez þegar hann reyndi að þvinga fram sölu frá Anfield árið 2013. Suarez var látinn æfa einn en sneri aftur í hópinn og var áfram í eitt tímabil í viðbót.

Athugasemdir
banner
banner