Liverpool og City fylgjast með Diomande - Disasi á förum - Panichelli til Englands - Newcastle gæti fengið einn ódýrt
   mið 10. desember 2025 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Hrafn framlengir við ÍR-inga
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hrafn Hallgrímsson hefur skrifað undir nýjan tveggja ára samning við ÍR

Hrafn er 22 ára gamall og kom fyrst til félagsins frá Stjörnunni árið 2020.

Hann skoraði eitt mikilvægasta mark í sögu ÍR-inga þann 9. september 2023 en það fullkomnaði endurkomuna gegn KFA og nánast tryggði sæti ÍR í Lengjudeildina.

Það var því mikið fagnaðarefni fyrir ÍR-inga að hann sé búinn að skrifa undir tveggja ára samning við félagið.

ÍR-ingar voru lengi vel á toppnum í Lengjudeildinni í sumar, en misstu dampinn á lokametrunum og rétt misstu af umspilssæti.
Athugasemdir
banner