Landsliðskonan Katla Tryggvadóttir birti skemmtilega mynd á samfélagsmiðlinum Instagram í gær.
Katla er í dag leikmaður Fiorentina á Ítalíu en liðið er sem stendur í fjórða sæti ítölsku úrvalsdeildarinnar.
Katla er í dag leikmaður Fiorentina á Ítalíu en liðið er sem stendur í fjórða sæti ítölsku úrvalsdeildarinnar.
Í liði Fiorentina er annar íslenskur leikmaður, Íris Ómarsdóttir, en Katla birtir mynd af þeim og skrifar „íslenskt chemistry".
Íris er í raun norsk og uppalin þar í landi en hálfíslensk. Hún hefur leikið fyrir yngri landslið Noregs og skipti til Fiorentina í sumar líkt og Katla.
Það er ekki útilokað að Íris spili fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni þar sem hún á enn eftir að spila fyrir norska A-landsliðið. Íris hefur hingað til skorað þrjú mörk með Fiorentina í Serie A.
Hér fyrir neðan má sjá myndina sem Katla birti.
Athugasemdir



