Liverpool og City fylgjast með Diomande - Disasi á förum - Panichelli til Englands - Newcastle gæti fengið einn ódýrt
banner
   mið 10. desember 2025 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Lykilmaður Kára semur við ÍA
Mynd: ÍA
Tómas Týr Tómasson hefur gert nýjan þriggja ára samning við ÍA á Akranesi.

Tómas, sem er fæddur árið 2006, hefur farið í gegnum alla yngri flokka ÍA og verið algjör lykilmaður í 2. flokki félagsins og hjá Kára undanfarin ár.

Hann var á bekknum í liði ársins hér á Fótbolta.net er Kári vann 3. deildina á síðasta ári.

Tómas verður áfram hjá ÍA en hann hefur skrifað undir nýjan samning sem gildir út 2028.

Þrátt fyrir ungan aldur hefur hann spilað 67 leiki og skorað eitt mark í öllum keppnum með Kára.
Athugasemdir
banner