Tveimur fyrstu leikjum kvöldsins er lokið í Meistaradeild kvenna þar sem Íslendingalið Vålerenga tapaði naumlega á heimavelli gegn Paris FC.
Arna Eiríksdóttir og Sædís Rún Heiðarsdóttir voru báðar í byrjunarliði Vålerenga og var staðan markalaus í leikhlé. Norska stórveldið byrjaði þó seinni hálfleikinn einum leikmanni færri eftir að Karina Sævik fékk beint rautt spjald í uppbótartímanum.
Tíu leikmenn Vålerenga vörðust hetjulega í seinni hálfleiknum en tókst ekki að koma í veg fyrir sigurmarkið sem Lorena Azzaro skoraði úr vítaspyrnu á 82. mínútu. Lokatölur 0-1.
Vålerenga er með 4 stig eftir 5 umferðir, fjórum stigum á eftir Paris FC.
Stórveldi Barcelona tók á sama tíma á móti Benfica frá Portúgal og vann 3-1 sigur. Ewa Pajor og Laia Aleixandri komust á blað, Alexia Putellas átti tvær stoðsendingar.
Barca er á toppi Meistaradeildarinnar með 13 stig eftir 5 umferðir, á meðan Benfica situr eftir með eitt stig.
Valerenga W 0 - 1 Paris W
0-1 Lorena Azzaro ('82, víti)
Barcelona W 3 - 1 SL Benfica W
1-0 Ewa Pajor ('29)
1-1 Chandra Davidson ('47)
2-1 Christy Ucheibe, sjálfsmark ('54)
3-1 Laia Aleixandri Lopez ('59)
Athugasemdir





