Fimmta umferð í deildarkeppni Meistaradeildar Evrópu í kvennaflokki heldur áfram í kvöld.
Barcelona, Bayern München, Manchester United, Lyon og Wolfsburg eru öll komin áfram í næstu umferð.
Börsungar mæta Benfica í Barcelona á meðan Arna Eiríksdóttir og Sædís Rún Heiðarsdóttir spila með Vålerenga gegn Paris FC. Báðir leikirnir eru klukkan 17:45 og fara síðustu þrír leikirnir fram klukkan 20:00.
Glódís Perla Viggósdóttir verður með Bayern München sem heimsækir Atlético Madríd.
Leikir dagsins:
17:45 Barcelona W - SL Benfica W
17:45 Valerenga W - Paris W
20:00 Atletico M W - Bayern W
20:00 Chelsea W - Roma W
20:00 Man Utd W - Lyon W
Athugasemdir



