Sádar gera allt til að fá Salah - Semenyo vill helst fara til Liverpool - Liverpool og Barca vilja Guehi
   mið 10. desember 2025 19:46
Ívan Guðjón Baldursson
Meistaradeildin: Viktor Bjarki byrjaði í fræknum sigri
Mynd: EPA
Mynd: FCK
Tveimur fyrstu leikjum kvöldsins er lokið í Meistaradeild Evrópu þar sem afar áhugaverð úrslit litu dagsins ljós á Spáni. Villarreal tók þar á móti FC Kaupmannahöfn sem hefur átt erfitt uppdráttar í danska boltanum á tímabilinu.

Hinn bráðefnilegi Viktor Bjarki Daðason byrjaði í fremstu víglínu hjá FCK og var líflegur en tókst þó ekki að skora. Hann átti þátt í öðru marki leiksins með góðu hlaupi innan vítateigs, án þess þó að koma við boltann. Hann leyfði honum að fara á næsta mann sem skoraði af stuttu færi.

Mohamed Elyounoussi var atkvæðamestur í liði FCK þar sem hann skoraði fyrsta mark leiksins og lagði svo upp sigurmarkið fyrir Andreas Cornelius.

FCK tók forystuna í tvígang áður en Cornelius gerði sigurmark undir lokin. Villarreal fékk betri færi í opnum og fjörugum slag en tókst ekki að skora meira heldur en andstæðingunum. Lokatölur 2-3 fyrir FCK sem er með 7 stig eftir 6 umferðir. Liðið byrjaði mótið illa en er núna búið að vinna tvo leiki í röð. Til samanburðar hefur Villarreal átt hörmulegt tímabil í Meistaradeildinni og er aðeins með eitt stig.

Viktor Bjarki spilaði í rúmar 70 mínútur áður en honum var skipt útaf.

Ajax heimsótti Qarabag á sama tíma og lenti undir í tvígang í Aserbaídsjan. Kasper Dolberg jafnaði í fyrri hálfleik áður en Oscar Gloukh gerði annað jöfnunarmark á lokakaflanum.

Staðan var því orðin 2-2 á 79. mínútu og tókst gestunum frá Amsterdam að bæta við tveimur mörkum til að hirða öll stigin eftir skemmtilegan slag þar sem bæði lið fengu mikið af færum. Lokatölur 2-4 fyrir Ajax.

Villarreal 2 - 3 FC Kobenhavn
0-1 Mohamed Elyounoussi ('2 )
1-1 Santi Comesana ('47 )
1-2 Mohamed Achouri ('48 )
2-2 Tani Oluwaseyi ('56 )
2-3 Andreas Cornelius ('90 )

Qarabag 2 - 4 Ajax
1-0 Camilo Duran ('10 )
1-1 Kasper Dolberg ('39 )
2-1 Matheus Silva ('47 )
2-2 Oscar Gloukh ('79 )
2-3 Anton Gaaei ('83 )
2-4 Oscar Gloukh ('90 )
Athugasemdir
banner
banner