Sádar gera allt til að fá Salah - Semenyo vill helst fara til Liverpool - Liverpool og Barca vilja Guehi
   mið 10. desember 2025 17:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Svona verður Þungavigtarbikarinn 2026
FH hefur unnið mótið tvisvar sinnum.
FH hefur unnið mótið tvisvar sinnum.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Í janúar fer fram riðlakeppnin í Þungavigtarbikarnum, en það verður í fjórða sinn sem mótið verður haldið. Mótið er undirbúningsmót fyrir Íslandsmótið og í þetta sinn taka fjögur lið úr Bestu deildinni þátt og tvö úr Lengjudeildinni.

Í A-riðli verða Njarðvík, Keflavík og FH. Í B-riðli verða svo ÍA, Stjarnan og HK.

FH hefur unnið mótið tvisvar en ríkajndi meistarar í Breiðabliki taka ekki þátt í þetta skiptið. Riðlakeppnin verður spiluð 10., 17. og 24. janúar og svo verður spilað um sæti í mars.

10. janúar
Njarðvík - Keflavík
11:30 HK - Stjarnan (Kórinn)

17. janúar
11:00 ÍA - HK (Akraneshöllin)
FH - Njarðvík

24. janúar
Keflavík - FH
Stjarnan - ÍA
Athugasemdir
banner
banner