Aké hafnar West Ham - Johnson að skrifa undir hjá Palace - Úrvalsdeildarfélög vilja Nwaneri - Man Utd skoðar Mateta - Vuskovic vekur áhuga
   mið 10. desember 2025 17:00
Elvar Geir Magnússon
Varnarmenn Juve snúa aftur - Vlahovic frá fram í mars
Vlahovic verður frá fram í mars.
Vlahovic verður frá fram í mars.
Mynd: EPA
Gleison Bremer og Daniele Rugani eru báðir komnir aftur í leikmannahóp Juventus eftir meiðsli. Þeir eru í 23 manna hópi ítalska liðsins fyrir leik gegn Pafos frá Kýpur í Meistaradeildinni en leikurinn fer fram í kvöld.

Juventus tapaði fyrir Napoli 2-1 í ítölsku A-deildinni um helgina og hætta er á að liðið komist ekki áfram í Meistaradeildinni þar sem liðið er sem stendur í 23. sæti. Liðið þarf að enda í topp 24 til að detta ekki úr leik.

Endurkomur Bremer og Rugani styrkja varnarleik Juve. Bremer hefur verið frá síðan 13. október og Rugani síðan um miðjan nóvember.

Federico Gatti missti af leiknum gegn Napoli og verður frá næstu vikurnar og þá er Dusan Vlahovic einnig meiddur. Serbneski sóknarmaðurinn fór í aðgerð og snýr ekki aftur fyrr en í mars.

Juventus er í sjöunda sæti ítölsku A-deildarinnar, átta stigum frá toppnum.

Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Inter 16 12 0 4 35 14 +21 36
2 Milan 16 10 5 1 27 13 +14 35
3 Napoli 16 11 1 4 24 13 +11 34
4 Roma 17 11 0 6 20 11 +9 33
5 Juventus 17 9 5 3 23 15 +8 32
6 Como 16 7 6 3 22 12 +10 27
7 Bologna 16 7 5 4 24 14 +10 26
8 Lazio 17 6 6 5 18 12 +6 24
9 Sassuolo 17 6 4 7 22 21 +1 22
10 Atalanta 17 5 7 5 20 19 +1 22
11 Udinese 17 6 4 7 18 28 -10 22
12 Cremonese 17 5 6 6 18 20 -2 21
13 Torino 17 5 5 7 17 28 -11 20
14 Cagliari 17 4 6 7 19 24 -5 18
15 Parma 16 4 5 7 11 18 -7 17
16 Lecce 16 4 4 8 11 22 -11 16
17 Genoa 17 3 5 9 17 27 -10 14
18 Verona 16 2 6 8 13 25 -12 12
19 Pisa 17 1 8 8 12 24 -12 11
20 Fiorentina 17 1 6 10 17 28 -11 9
Athugasemdir
banner
banner