Sádar gera allt til að fá Salah - Semenyo vill helst fara til Liverpool - Liverpool og Barca vilja Guehi
   mið 10. desember 2025 16:42
Kári Snorrason
Viktor Bjarki í byrjunarliði FCK gegn Villareal
Mynd: EPA
Viktor Bjarki Daðason er meðal byrjunarliðsmanna í liði FC Kaupmannahöfn sem heimsækir spænska liðið Villareal í Meistaradeildinni.

FCK er í 29. sæti í Meistaradeildinni með fjögur stig. Hinn 17 ára gamli Viktor varð yngsti markaskorari til að skora í tveimur leikjum í Meistaradeildinni fyrr í vetur.

Viktor byrjaði jafnframt síðasta leik í Meistaradeildinni er liðið lagði Kairat Almaty af velli 3-2, Viktor skoraði fyrsta mark FCK í leiknum.

Rúnar Alex Rúnarsson er varamarkvörður FCK og er hann á bekknum í kvöld.

Byrjunarlið FCK
Byrjunarlið FCK: Kotarski, Gabriel Pereira, Elyounoussi, J. Larsson,Lopez, Robert, Suzuki, Madsen, Zague, Clem, Viktor Bjarki


Athugasemdir
banner