Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari Íslands, hefur tilkynnt byrjunarliðið sem mætir Indónesíu í vináttuleik klukkan 11:30 í dag. Leikurinn verður í beinni útsendingu á RÚV.
Smelltu hér til að sjá beina textalýsingu
Andri Rúnar Bjarnason, Mikael Anderson og Samúel Kári Friðjónsson eru allir í byrjunarliðinu og spila um leið sinn fyrsta landsleik.
Smelltu hér til að sjá beina textalýsingu
Andri Rúnar Bjarnason, Mikael Anderson og Samúel Kári Friðjónsson eru allir í byrjunarliðinu og spila um leið sinn fyrsta landsleik.
Albert Guðmundsson og Frederik Schram eru báðir að spila sinn annan A-landsleik.
Ólafur Ingi Skúlason og Arnór Ingvi Traustason eru reynslumestir í liðinu en aðrir leikmenn eiga færri en tíu landsleiki að baki.
Hjörtur Hermannsson byrjar í dag en hann fékk ekki leyfi hjá félagsliði sínu Bröndby til að spila síðari leikinn á sunnudag. Hann spilar því einungis leikinn í dag.
Byrjunarlið Íslands:
Frederik Schram (m) (Roskilde)
Viðar Ari Jónsson (Brann)
Hjörtur Hermannsson (Bröndby)
Hólmar Örn Eyjólfsson (Levski Sofia)
Böðvar Böðvarsson (FH)
Mikael Neville Anderson (Venssyssel)
Ólafur Ingi Skúlason (Karabukspor)
Samúel Kári Friðjónsson (Valerenga)
Arnór Ingvi Traustason (Malmö)
Albert Guðmundsson (PSV Eindhoven)
Andri Rúnar Bjarnason (Helsingborg)
Svona er byrjunarlið Íslands gegn Indónesíu í dag. Leikurinn verður í beinni textalýsingu á #Fotboltinet pic.twitter.com/Wv8m1ChRpD
— Fótbolti.net (@Fotboltinet) January 11, 2018
Athugasemdir