Arsenal orðað við fjóra sóknarmenn - Real Madrid að sækja bróður Mbappe líka - Zidane efstur á lista Ratcliffe - Barcelona á eftir De Gea
banner
   sun 11. febrúar 2024 15:57
Jóhann Þór Hólmgrímsson
England: Rice stórkostlegur í stórsigri á gömlu félögunum
Rice og Gabriel komust báðir á blað
Rice og Gabriel komust báðir á blað
Mynd: EPA

West Ham 0 - 6 Arsenal
0-1 William Saliba ('32 )
0-2 Bukayo Saka ('41 , víti)
0-3 Gabriel Magalhaes ('44 )
0-4 Leandro Trossard ('45 )
0-5 Bukayo Saka ('63 )
0-6 Declan Rice ('65 )


Arsenal valtaði yfir West Ham í fyrri leik dagsins í enska boltanum en Declan Rice fyrrum leikmaður West Ham átti frábæran leik fyrir Arsenal.

Arsenal var með 4-0 forystu í hálfleik en Rice lagði upp tvö af þremur fyrstu mörkunum. Bukayo Saka skoraði af vítapuktinum en Arsenal fékk dæmda vítaspyrnu þegar Alphonse Areola braut á Saka.

Leandro Trossard bætti fjórða markinu við´i uppbótatíma í fyrri hálfleik og kórónaði stórkostlegan leik hjá Arsenal í fyrri hálfleiknum.

Saka bætti öðru markisínu við og fimmta marki Arsenal áður en Rice bætti sjötta markinu við með stórkostlegu skoti fyrir utan vítateiginn, óverjandi fyrir Areola í markinu.

Verðskuldaður sigur Arsenal en West Ham náði ekkert að ógna fram á við. Arsenal jafnar Man City að stigum og jafnar markatöluna en City á leik til góða.


Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Liverpool 26 18 6 2 63 25 +38 60
2 Man City 26 18 5 3 59 26 +33 59
3 Arsenal 26 18 4 4 62 23 +39 58
4 Aston Villa 26 16 4 6 56 35 +21 52
5 Tottenham 25 14 5 6 52 38 +14 47
6 Man Utd 26 14 2 10 36 36 0 44
7 Brighton 26 10 9 7 49 41 +8 39
8 West Ham 26 11 6 9 40 46 -6 39
9 Wolves 26 11 5 10 40 40 0 38
10 Newcastle 26 11 4 11 54 45 +9 37
11 Chelsea 25 10 5 10 42 41 +1 35
12 Fulham 26 9 5 12 36 42 -6 32
13 Crystal Palace 26 7 7 12 31 44 -13 28
14 Bournemouth 25 7 7 11 33 47 -14 28
15 Everton 26 8 7 11 28 34 -6 25
16 Brentford 26 7 4 15 37 48 -11 25
17 Nott. Forest 26 6 6 14 34 48 -14 24
18 Luton 25 5 5 15 35 51 -16 20
19 Burnley 26 3 4 19 25 58 -33 13
20 Sheffield Utd 26 3 4 19 22 66 -44 13
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner