![Icelandair](/images/icelandair2_150x150px.png)
U21 landslið karla mætir Ungverjalandi og Skotlandi í tveimur vináttuleikjum í mars. Leikirnir verða báðir spilaðir á Pinatar Arena á Spáni.
Ísland mætir Ungverjalandi föstudaginn 21. mars klukkan 13:00 og Skotlandi þriðjudaginn 25. mars klukkan 13:00.
Ólafur Ingi Skúlason er þjálfari U21 landsliðsins. Aðstoðarmaður hans, Lúðvík Gunnarsson, verður staddur í öðru verkefni með U17 liði karla í mars og verður því Ari Freyr Skúlason aðstoðarþjálfari í þessu verkefni.
Ísland mætir Ungverjalandi föstudaginn 21. mars klukkan 13:00 og Skotlandi þriðjudaginn 25. mars klukkan 13:00.
Ólafur Ingi Skúlason er þjálfari U21 landsliðsins. Aðstoðarmaður hans, Lúðvík Gunnarsson, verður staddur í öðru verkefni með U17 liði karla í mars og verður því Ari Freyr Skúlason aðstoðarþjálfari í þessu verkefni.
Ara þarf ekki að kynna fyrir íslensku fótboltaáhugafólki en hann lék með íslenska landsliðinu á EM 2016 og HM 2018. Alls lék hann 83 landsleiki og var lykilmaður sem vinstri bakvörður um árabil.
Í nóvember 2023 tilkynnti hann að skórnir væru komnir á hilluna og hann myndi snúa sér að þjálfun yngri leikmanna Norrköping í Svíþjóð.
Athugasemdir