Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 11. apríl 2021 22:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Son varð fyrir kynþáttafordómum
Son Heung-min.
Son Heung-min.
Mynd: Getty Images
Tottenham hefur fordæmt kynþáttafordóma sem framherjinn Son Heung-min varð fyrir eftir leik gegn Manchester United í ensku úrvalsdeildinni í dag.

Hinn 28 ára gamli Son skoraði mark Tottenham í leiknum, stuttu eftir umdeilt VAR-atvik þar sem mark var dæmt af Man Utd í kjölfarið á því að hann féll eftir viðskipti við Scott McTominay.

Son varð fyrir aðkasti á samfélagsmiðlum eftir leikinn og Tottenham greindi frá því á miðlum sínum að hann hefði orðið fyrir kynþáttafordómum.

„Við stöndum með þér Sonny," sagði Tottenham í yfirlýsingu sinni.

Margir fótboltamenn og margar fótboltakonur hafa orðið fyrir kynþáttafordómum á samfélagsmiðlum upp á síðkastið. Kallað hefur verið eftir því að samfélagsmiðlar geri meira til að stöðva þessa ömurlegu bylgju.


Athugasemdir
banner
banner
banner