Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   þri 11. maí 2021 17:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Steven Defour leggur skóna á hilluna
Mynd: Getty Images
Belginn Steven Defour er búinn að leggja skóna á hilluna 33 ára gamall.

Íslendingar muna sennilega best eftir Defour þegar hann var samherji Jóhanns Bergs Guðmundssonar á árunum 2016-2019.

Defour lék með Genk, Standard Liege, Porto, Anderlecht, Burnley, Antwerp og nú siðast Mechelen á sínum ferli. Þá lék hann 52 leiki með belgíska landsliðinu á árunum 2006-2017.

Defour setti inn færslu á Twitter í dag þar sem hann skrifar: „Þetta er komið gott hjá mér. Takk fyrir allan stuðninginn í gegnum árin. Nú er það næsti kafli."

Defour var gæðamikill leikmaður en glímdi mikð við meiðsli síðustu ár. Frá 22. janúar árið 2018 hefur hann misst út 518 daga vegna meiðsla.

Hans bestu ár voru hjá Anderlecht áður en hann fór til Burnley. Hann skoraði níu mörk í 63 leikjum.


Athugasemdir
banner
banner