Newcastle vill kaupa Elanga - Memphis til Corinthians - Barca ætlar að fá Nico Williams - Casemiro og Eriksen mega fara - Kovacic íhugar framtíð sína...
Ásta Eir: Mér fannst þetta alveg galið og alveg verðskuldað rautt spjald
Nik Chamberlain: Besta liðið sem ég hef spilað á móti sem þjálfari
Axel Ingi: Hef séð þetta betra hjá okkur
Gunnar Heiðar: Það eina sem vantaði var bara þetta mark
Haraldur Freyr: Mögulega tryggðum okkur allavega í umspil með þessu stigi
Jóhann Berg: Það voru síðustu orð mín
Gerði nákvæmlega eins mark á æfingu - „Þekkjum vindinn vel af Nesinu"
„Erum úr sama árgangi og höfum leikið saman upp öll yngri landsliðin"
Stefán Teitur: Svo sem ekkert alltof nýtt fyrir mér
Gylfi vaknaði með vírus - „Þyrfti að vera töluvert meira veikur til að hætta við leikinn"
Jón Dagur um fagnið: Það flottasta sem Alfreð tók fyrir landsliðið
Logi náði sínu stærsta markmiði - „Þessi draumur var ekki svo raunhæfur"
Mikael Anderson: Alvöru íslensk frammistaða
Hákon Rafn: Minn fyrsti leikur á þessum velli
„Kannski sjáum við Gylfa aftur á Englandi"
Andri Fannar: Erum eitt stórt lið
Kristall: Hefur alltaf liðið vel að spila hérna
Daníel: Allt annað en að vinna önnur lönd
Ólafur Ingi: Getur farið með bros á vör til Danmerkur
Leikdagurinn – Viktor Jónsson
   lau 11. maí 2024 16:53
Sölvi Haraldsson
Ætlaði að halda liðsfund en var stoppaður - „Frábærlega gert hjá þeim“
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Ég var gífurlega ánægður með það hvernig við spiluðum þennan leik bæði varnarlega og sóknarlega. Það tók smá tíma að finna taktinn en við vorum fljótir að því. Strákarnir kláruðu þennan leik alveg feykilega vel.“ sagði Jón Þór Hauksson, þjálfari Skagamanna, eftir 3-0 sigur á Vestra í dag.


Lestu um leikinn: ÍA 3 -  0 Vestri

Það hefur mikið verið talað um Akranesvöllinn í upphafi móts en Jón Þór segir að hann hafi verið óleikhæfur í vikunni.

Völlurinn er geggjaður. En staðan er náttúrulega þannig að hann er 70 ára gamall þessi völlur, hann drenar ekki neitt. Staðan á honum á mánudag, þriðjudag og framan af miðvikudegi var ekki góð. Hann er mjúkur og hann er þungur. Sem betur fer náðum við að gera hann leikhæfan á fimmtudeginum. Það er erfitt að hlaupa og spila á honum.

Ég er mjög ánægður með vinnuframlagið hjá strákunum í dag. Það kostar helvíts hörku og baráttu að vinna þetta lið. Við gerðum það og ég var gífurlega ánægður með mína menn í dag.“

Fyrir leik var Marko Vardic í leikbanni, Arnór Smára, Albert Hafsteins, Rúnar Már og Hlynur Sævar eru allir að glíma við meiðsli í dag. Jón Þór var gífurlega ánægður með þá menn sem komu inn í liðið fyrir þá í dag.

Staðan er ekki nógu góð á hópnum. Þetta eru margir menn á miðsvæðinu sem vantaði hérna í dag. En þeir sem komu inn í leikinn í dag voru stórkostlegir. Guðfinnur var valinn maður leiksins og Ingi var einnig algjörlega frábær.“

Jón Þór kemur þá inn á að það er lengra í Hlyn og Albert en hann vonast til þess að geta séð Rúnar Má og Arnór Smárason koma til baka á næstunni.

Það kom upp atvik í seinni hálfleik þegar Árni Marinó meiddist og þurfti að fá aðhlynningu að Jón Þór ætlaði að taka smá fund með sínum mönnum. Hann hins vegar var stoppaður af Gunnari Oddi, fjórða dómara, og eftir leik finnst honum það hafa verið frábærlega gert hjá Gunnari að stoppa hann.

Ég ætlaði bara að nota tækifærið og ræða við mína menn en hann (fjórði dómarinn) stoppaði mig með það og ég er gríðarlega ánægður með það. Mér fannst þeir leysa það mjög vel. Liðin hafa verið að gera þetta í upphafi móts. Það er bara frábært að þeir hafi ráð til þess að taka á því. Frábærlega gert hjá þeim.“ sagði Jón Þór Hauksson, þjálfari ÍA, í dag eftir 3-0 sigur á Vestra.

Viðtalið við Jón Þór má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner