Gallagher á lán til Man Utd? - Villa hefur áhuga á Johnson - Tottenham hefur hætt við að reyna að fá Semenyo
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
   lau 11. maí 2024 16:53
Sölvi Haraldsson
Ætlaði að halda liðsfund en var stoppaður - „Frábærlega gert hjá þeim“
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Ég var gífurlega ánægður með það hvernig við spiluðum þennan leik bæði varnarlega og sóknarlega. Það tók smá tíma að finna taktinn en við vorum fljótir að því. Strákarnir kláruðu þennan leik alveg feykilega vel.“ sagði Jón Þór Hauksson, þjálfari Skagamanna, eftir 3-0 sigur á Vestra í dag.


Lestu um leikinn: ÍA 3 -  0 Vestri

Það hefur mikið verið talað um Akranesvöllinn í upphafi móts en Jón Þór segir að hann hafi verið óleikhæfur í vikunni.

Völlurinn er geggjaður. En staðan er náttúrulega þannig að hann er 70 ára gamall þessi völlur, hann drenar ekki neitt. Staðan á honum á mánudag, þriðjudag og framan af miðvikudegi var ekki góð. Hann er mjúkur og hann er þungur. Sem betur fer náðum við að gera hann leikhæfan á fimmtudeginum. Það er erfitt að hlaupa og spila á honum.

Ég er mjög ánægður með vinnuframlagið hjá strákunum í dag. Það kostar helvíts hörku og baráttu að vinna þetta lið. Við gerðum það og ég var gífurlega ánægður með mína menn í dag.“

Fyrir leik var Marko Vardic í leikbanni, Arnór Smára, Albert Hafsteins, Rúnar Már og Hlynur Sævar eru allir að glíma við meiðsli í dag. Jón Þór var gífurlega ánægður með þá menn sem komu inn í liðið fyrir þá í dag.

Staðan er ekki nógu góð á hópnum. Þetta eru margir menn á miðsvæðinu sem vantaði hérna í dag. En þeir sem komu inn í leikinn í dag voru stórkostlegir. Guðfinnur var valinn maður leiksins og Ingi var einnig algjörlega frábær.“

Jón Þór kemur þá inn á að það er lengra í Hlyn og Albert en hann vonast til þess að geta séð Rúnar Má og Arnór Smárason koma til baka á næstunni.

Það kom upp atvik í seinni hálfleik þegar Árni Marinó meiddist og þurfti að fá aðhlynningu að Jón Þór ætlaði að taka smá fund með sínum mönnum. Hann hins vegar var stoppaður af Gunnari Oddi, fjórða dómara, og eftir leik finnst honum það hafa verið frábærlega gert hjá Gunnari að stoppa hann.

Ég ætlaði bara að nota tækifærið og ræða við mína menn en hann (fjórði dómarinn) stoppaði mig með það og ég er gríðarlega ánægður með það. Mér fannst þeir leysa það mjög vel. Liðin hafa verið að gera þetta í upphafi móts. Það er bara frábært að þeir hafi ráð til þess að taka á því. Frábærlega gert hjá þeim.“ sagði Jón Þór Hauksson, þjálfari ÍA, í dag eftir 3-0 sigur á Vestra.

Viðtalið við Jón Þór má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner