EM í fótbolta hefst annað kvöld og verður sannkölluð fótboltaveisla næsta mánuðinn, jafnvel þó svo að Ísland sé ekki með.
Sjá einnig:
Upphitun fyrir EM alls staðar: A-riðill
Upphitun fyrir EM alls staðar: B-riðill
Upphitun fyrir EM alls staðar: C-riðill
Upphitun fyrir EM alls staðar: D-riðill
Upphitun fyrir EM alls staðar: E-riðill
Upphitun fyrir EM alls staðar: F-riðill
Sjá einnig:
Upphitun fyrir EM alls staðar: A-riðill
Upphitun fyrir EM alls staðar: B-riðill
Upphitun fyrir EM alls staðar: C-riðill
Upphitun fyrir EM alls staðar: D-riðill
Upphitun fyrir EM alls staðar: E-riðill
Upphitun fyrir EM alls staðar: F-riðill
Þar sem Ísland er ekki með, þá vantar væntanlega fjölmörgum lið til að halda með á mótinu í sumar.
Fótbolti.net er hér með nokkra möguleika fyrir þig:
'Glory hunter'
Langar þig að halda með liði sem fer alla leið og fagna þegar bikarinn fer á loft? Þá er alveg hægt að mæla með því að halda með Frakklandi. Ríkjandi heimsmeistararnir eru mjög líklegir til þess að fara alla leið. Það skemmir ekki að Karim Benzema sé búinn að bætast við hópinn.
Eins og Ísland
Það sakna þess allir að sjá Ísland ekki á stórmóti. Það verður leiðinlegt, en hvað með að halda með liði sem er eiginlega bara eins og Ísland? Það er meira að segja íslensk þjóðhetja í liðinu. Finnland er að fara að keppa á sínu fyrsta stórmóti og þjálfarinn þeirra var grunnskólakennari. Þetta er bara eins og litla Ísland, svona nánast. Að Pyry Soiri sé í finnska landsliðinu er nægilega góð ástæða til að halda með þeim; íslensk þjóðhetja.
'It's coming home'
Íslendingar bera sterkar taugar til ensku úrvalsdeildarinnar og því ekki að halda bara með Englandi? Englendingar hafa einu sinni unnið stórmót en það var á HM 1966. Þegar það gengur vel, eins og á HM 2018, þá verður stemningin ótrúlega mikil í kringum enska landsliðið og það er gaman að taka þátt í þeirri stemningu. Er fótboltinn loksins að koma heim?
Ég sagði þér það!
Það er einhvern veginn ekki mikil trú á Hollandi, Spáni og Þýskalandi fyrir þetta mót. Þetta eru stórveldi í evrópskum fótbolta en lið þeirra hafa oft verið sterkari. Það er ekki vinsælt núna að giska á að þau vinni mótið. Ef þú heldur með einhverju af þessum liðum og ef þau fara alla leið, þá geturðu sagt við vini þína: „Ég sagði þér það!" Er eitthvað betra?
Öskubuskusagan
Norður-Makedónía er að fara á sitt fyrsta stórmót en þeir komust á mótið í gegnum D-deild Þjóðadeildarinnar. Þeir eru með 37 ára gamlan Goran Pandev í aðahlutverki og það er veisla út af fyrir sig. Ef þeir komast upp úr riðli sínum, þá væri það í raun kraftaverk. Skemmtileg öskubuskusaga sem gæti verið í vændum þarna.
Hvaða liði ætlar þú að halda með? Endilega láttu okkur vita í ummælakerfinu!
Athugasemdir