Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 02. júní 2021 18:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Umfjöllun
Upphitun fyrir EM alls staðar: A-riðill
Tyrkland, Ítalía, Wales og Sviss
Tveir reynslumiklir og flottir varnarmenn Ítalíu.
Tveir reynslumiklir og flottir varnarmenn Ítalíu.
Mynd: Getty Images
Tyrkland var með Íslandi í riðli.
Tyrkland var með Íslandi í riðli.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Senol Gunes, þjálfari Tyrklands.
Senol Gunes, þjálfari Tyrklands.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ítalía þarf mörk frá þessum manni: Ciro Immobile.
Ítalía þarf mörk frá þessum manni: Ciro Immobile.
Mynd: Getty Images
Roberto Mancini.
Roberto Mancini.
Mynd: Getty Images
Federico Chiesa.
Federico Chiesa.
Mynd: Getty Images
Giggs stýrir Wales ekki á EM.
Giggs stýrir Wales ekki á EM.
Mynd: Getty Images
Wales kom mikið á óvart á EM 2016.
Wales kom mikið á óvart á EM 2016.
Mynd: Telegraph
Rob Page.
Rob Page.
Mynd: Getty Images
Sviss er með frábært lið.
Sviss er með frábært lið.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Vladimir Petkovic er að fara á sitt þriðja stórmót sem þjálfari Sviss.
Vladimir Petkovic er að fara á sitt þriðja stórmót sem þjálfari Sviss.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Úr leik Íslands og Sviss 2018.
Úr leik Íslands og Sviss 2018.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Evrópumótið í fótbolta hefst síðar í þessum mánuði. Loksins! Það átti að fara fram fyrir ári síðan en kórónuveirufaraldurinn kom í veg fyrir það. Núna er farið að horfa til bjartari tíma og það verður gaman í sumar, jafnvel þó við Íslendingar séum ekki með.

Sumarið 2016 var skemmtilegasta sumar í manna minnum á Íslandi; pirringur Ronaldo, sigurinn á Austurríki, Gummi Ben og auðvitað sigurinn á móti Englandi. Svo má auðvitað ekki gleyma Víkingaklappinu.

Ísland var fimm mínútum frá því að komast á þriðja stórmótið í röð en draumar okkar urðu að engu á svipstundu gegn Ungverjalandi. Hugsum ekki meira um það; Evrópumótið er að hefjast. Það er spennandi stórmót framundan og munum við á næstu dögum skoða riðlana sex fyrir mótið. Í dag byrjum við á A-riðlinum.

A-riðill
Tyrkland
Ítalía
Wales
Sviss

Riðillinn verður spilaður í: Bakú og Róm.

Tyrkland:
Tyrkir voru með okkur Íslendingum í riðli í undankeppninni og þeir voru algjörlega frábærir í riðlinum. Þeir enduðu í öðru sæti, tveimur stigum á eftir Heimsmeisturum Frakklands. Þeim tókst að vinna Frakka á heimavelli og gera jafntefli gegn þeim á útivelli. Þeirra eina tap í undanriðlinum kom gegn Íslandi á Laugardalsvelli þar sem Ragnar Sigurðsson skoraði bæði mörk Íslands. Tyrkir fóru í undanúrslit á EM 2008 og tóku bronsið en féllu út í riðlakeppninni fyrir fimm árum

Þjálfari þeirra er hinn 68 ára gamli Senol Gunes. Hann kom liðinu í undanúrslitin á HM 2002 sem var mjög eftirminnilegt. Það er mjög erfitt að vinna Tyrkina undir hans stjórn, eins og tölfræðin gefur til kynna. Liðið er aðeins búið að tapa þremur af 25 leikjum frá því hann tók við.

Hryggjarsúlan:
Mert Günok (markvörður İstanbul Başakşehir)
Çağlar Söyüncü (varnarmaður Leicester)
Hakan Çalhanoğlu (miðjumaður AC Milan)
Burak Yılmaz (sóknarmaður Lille)

Lykilmaðurinn: Burak Yilmaz
Maðurinn er orðinn 35 ára gamall en hann var að eiga rosalegt tímabil með Lille í Frakklandi. Hann kom á frjálsri sölu til félagsins og var stór ástæða fyrir því að liðinu tókst að vinna franska meistaratitilinn. Hann er leiðtoginn í tyrkneska liðinu og það er mikil ábyrgð sett á herðar hans.

Fylgist með: Merih Demiral
Verður líklega í hjarta varnarinnar við hlið Çağlar Söyüncü. Virkilega hæfileikaríkur miðvörður sem er á mála hjá stórliði Juventus á Ítalíu.


Burak Yilmaz í fanginu á Ragga Sig.

Ítalía:
Það er ákveðinn ferskleiki fyrir Ítölum núna. Þeir komust ekki einu sinni á HM 2018 en eru núna á leið á sitt fyrsta stórmót undir stjórn Roberto Mancini. Ítalir áttu ekki í neinum erfiðleikum með undanriðil sinn og völtuðu yfir hann. Er hægt að segja að það myndi koma á óvart ef Ítalía færi alla leið?

Eftir að liðið komst ekki á HM 2018, þá var leitað til Mancini. Hann hefur reynt að yngja liðið aðeins upp og eins og áður kemur fram, þá er ákveðinn ferskleiki yfir liðinu núna. Ítalía hefur aðeins tapað tvisvar í 31 leik frá því Mancini tók við. Liðið hefur aðeins fengið á sig 14 mörk á sig undir hans stjórn og er með 61+ í markatölu.

Hryggjarsúlan:
Gianluigi Donnarumma (markvörður AC Milan)
Leonardo Bonucci (varnarmaður Juventus)
Marco Verratti (miðjumaður Paris Saint-Germain)
Ciro Immobile (sóknarmaður Lazio)

Lykilmaðurinn: Marco Verratti
Miðjumaður með gríðarleg gæði. Hann á það til að missa af stærstu augnablikunum, annað hvort vegna meiðsla eða leikbanns. Hann verður að vera með á stærstu augnablikunum ef Ítalía ætlar sér langt á mótinu.

Fylgist með: Federico Chiesa
Leikur með Juventus, eins og margir aðrir í hópnum. Átti mjög fínt tímabil með ítalska stórliðinu og hann verður væntanlega byrjunarliðsmaður á hægri kanti Ítalíu í sumar.


Verratti er lykilmaður á miðju Ítalíu.

Wales:
Á EM 2016 var það Wales sem kom mest á óvart, ásamt litla Íslandi. Gareth Bale og félagar fóru alla leið í undanúrslitin þar sem þeir töpuðu fyrir Portúgal, sem varð að lokum Evrópumeistari. Wales sló meðal annars Belgíu úr leik í mótinu. Það hefur mikið gengið í aðdraganda þessa móts. Ryan Giggs, þjálfari liðsins, mun ekki stýra Wales á mótinu eftir að hafa verið ákærður fyrir líkamsáras gegn tveimur konum.

En hver stýrir Wales á mótinu? Það fellur í hlut Robert Page. Hann er fyrrum U21 landsliðsþjálfari Wales og starfaði hann sem aðstoðarþjálfari Giggs með Wales frá 2019. Wales hefur spilað nokkra æfingaleiki undir stjórn Page og litið nokkuð vel út, þá sérstaklega varnarlega.

Hryggjarsúlan:
Danny Ward (markvörður Leicester)
Ben Davies (bakvörður Tottenham)
Aaron Ramsey (miðjumaður Juventus)
Gareth Bale (kantmaður Real Madrid)

Lykilmaðurinn: Gareth Bale
Langbesti leikmaðurinn í þessu liði, engin spurning. En mun hann nenna þessu? Það er spurningin. Stórkostlegur leikmaður en fólk spyr sig hvort hann hafi enn áhuga á því að spila fótbolta eða hvort áhuginn liggi annars staðar. Sýndi það á köflum í vetur hversu góður hann er, en kaflarnir voru ekki nærrum því nægilega margir.

Fylgist með: Ethan Ampadu
Það er mikið spunnið í þennan leikmann. Spilaði með Sheffield United í vetur, liðinu sem endaði á botni ensku úrvalsdeildarinnar. Er á mála hjá Chelsea og á framtíðina fyrir sér. Getur bæði spilað á miðju og í vörn en mun líklega spila í miðverði í þriggja manna varnarkerfi Wales á EM.


Bale er lykilmaðurinn í liði Wales.

Sviss:
Að lokum er það Sviss. Þetta er líka lið sem við Íslendingar þekkjum ágætlega, allt frá því við fórum með þeim á EM U21 landsliða fyrir tíu árum. Við vorum með þeim í fyrstu útgáfu Þjóðadeildarinnar en skulum ekkert ræða það meira. Í undankeppninni endaði Sviss á toppnum í riðli sínum með sterku liði Dana.

Vladimir Petkovic, þjálfari Sviss, er á leið á sitt þriðja stórmót sem þjálfari liðsins. Bæði á EM 2016 og HM 2018 kom hann liðinu upp úr riðlinum en ekki lengra en í 16-liða úrslitin. Stórar póstir hafa ekki verið í stóru hlutverki hjá félagsliðum sínum á tímabilinu og það verður athyglisvert að sjá hvernig lending Sviss verður á þessu móti.

Hryggjarsúlan:
Yann Sommer (markvörður Gladbach)
Fabian Schär (varnarmaður Newcastle)
Granit Xhaka (miðjumaður Arsenal)
Xherdan Shaqiri (kant/miðjumaður Liverpool)

Lykilmaður: Granit Xhaka
Ekki elskaður af stuðningsmönnum Arsenal en stuðningsmönnum Sviss líður örugglega öðruvísi gagnvart Xhaka. Vinnur mikla og góða vinnu á miðsvæði Sviss og skilar ávallt sínu í landsliðsbúningnum.

Fylgist með: Xherdan Shaqiri
Það hefði verið auðvelt að setja hann í lykilmanninn, en hann er að koma úr tímabili þar sem hann spilaði ekki mikið. Verður hann ryðgaður á EM? Eða munu gæðin skína í gegn hjá þessum frábæra leikmanni?


Verður Shaqiri ryðgaður?

Dómur Fótbolta.net:
Ítalía vinnur þennan riðil og þeir fara að minnsta kosti í átta-liða úrslit, jafnvel í undanúrslitin. Tyrkland hefur betur í baráttunni gegn Sviss um annað sætið, en Svisslendingar gætu skriðið áfram í 16-liða úrslitin sem eitt af fjórum liðunum með bestan árangur í þriðja sæti í riðlakeppninni. Wales á því miður ekki mögulega í erfiðum riðli. Vandræði í kringum liðið fyrir mót munu hafa áhrif.

Hér að neðan má hlusta á lag sem plötusnúðurinn David Guetta gerði fyrir EM 2016. Sænska tónlistarkonan Zara Larsson söng lagið. Tilvalið til að koma sér í gírinn fyrir mótið.


Athugasemdir
banner
banner