Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fim 11. ágúst 2022 11:40
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Óskar Hrafn: Alveg ljóst að við förum ekki út til þess að gefa þetta einvígi
Óskar Hrafn
Óskar Hrafn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Höskuldur
Höskuldur
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Seinna í dag mætir Breiðablik liði Istanbul Basaksehir í 3. umferð forkeppni Sambandsdeildarinnar. Um seinni leik liðanna er að ræða og leiðir tyrkneska liðið með tveimur mörkum eftir 1-3 sigur á Kópavogsvelli síðasta fimmtudag.

Seinni leikurinn, sem fram fer á Fatih Terim leikvanginum í Istanbúl, hefst klukkan 17:45 að íslenskum tíma.

Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, var til viðtals eftir leikinn gegn Stjörnunni á sunnudag og var hann spurður út í verkefnið í Istanbúl.

„Mínar væntingar eru bara að við náum að fylgja eftir leiknum á Kópavogsvelli á fimmtudaginn sem ég var mjög ánægður með. Mér fannst við standa þeim vel jafnfætis og gott betur í þeim leik og áttum skilið að fá meira út úr honum. Við förum þangað til að ná eins hagstæðum úrslitum og kostur er, við ætlum að reyna vinna þá og sjáum hvað við komumst langt með það."

Óskar er meðvitaður um að líkurnar eru ekki með Breiðabliki í leiknum, verandi tveimur mörkum undir í einvíginu. „Nei, þær eru auðvitað ekkert brjálæðislega miklar, það verður að viðurkennast. Reynslan segir manni að það er erfitt að tapa heimaleikjum og erfitt að koma til baka á útivelli."

„En á meðan það eru 90 mínútur eftir ætla ég að leyfa mér að hafa trú á því að við getum í það minnsta gefið þeim góðan leik, sýnt góða frammistöðu og sjáum svo hvað gerist í framhaldinu af því. Við förum ekki út til þess að gefa þetta einvígi, það er alveg ljóst. Við ætlum að selja okkur dýrt,"
sagði Óskar við Fótbolta.net.

Býst við góðum leik á frábærum velli
Í gær var svo haldinn blaðamannafundur þar sem Óskar svaraði nokkrum spurningum blaðamanna.

„Istanbul er mjög sterkt lið og við vitum að við verðum að vera upp á okkar allra besta til að fá eitthvað úr leiknum."

„Istanbul er klárlega líklegra liðið til að fara áfram eftir að hafa unnið með tveimur mörkum í fyrri leiknum á útivelli. Það er sterkur grunnur fyrir seinni leikinn.

„Við erum að leitast eftir frammistöðu, spila betur en í síðasta leik og bæta okkur bæði varnar- og sóknarlega. Við vitum að möguleikinn á því að fara áfram er lítill en það er alltaf möguleiki."

„Leikurinn síðasta fimmtudag var mjög góður leikur, góður fótbolti, gæða fótbolti, mikil nákvæmni í sendingum og það voru margar sendingar. Ég býst við góðum leik á frábærum velli og vonandi verður andrúmsloftið gott."


Ætlum að reyna gera færri mistök
Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði Breiðabliks, var einnig á fundinum.

„Við ætlum að reyna spila svipað og við gerðum síðasta fimmtudag. Við vorum hugrakkir, vorum ekki bara að verja okkar mark. Við reyndum að sækja og við vitum að við erum að spila á móti leikmönnum í hæsta gæðaflokki sem refsa fyrir mistök. Við ætlum að reyna gera færri mistök, sýna meiri virðingu í hvernig við verjumst og á sama tíma reyna búa til fleiri færi. Ég held að við getum sært þá eins og sást í síðasta leik. Þetta verður erfiður leikur."

Leikurinn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og í textalýsingu hér á Fótbolti.net.
Óskar Hrafn: Þú getur ekki valið leiki sem þú kennir þreytu um
Athugasemdir
banner
banner
banner