Man Utd ætlar að bjóða Calvert-Lewin samning - Al Nassr á eftir Rodrygo - Chelsea fylgist með stöðu Nwaneri
Hemmi Hreiðars: Rosalegur karakterssigur
Aðalsteinn Jóhann: Ég hef ekki hugmynd um það
Gylfi Þór: Vonandi verður þetta jákvætt í lok tímabilsins
Lárus Orri: Frekar fúllt að labba héðan í burtu með ekkert stig
Eyjamenn stöðvuðu blæðinguna - „Maður er búinn að bíða eftir því"
Sölvi Geir: Ætla að vona að þetta sé að einhverju leyti vellinum að kenna
Haraldur Einar: Vaknaði ferskur og írskir dagar
Davíð Smári ósáttur með stóra ákvörðun - „Ofboðslega sorglegt"
Rúnar Kristins: Ég skaut fastar en hann bæði með hægri og vinstri
Valsmenn fengu góðan stuðning á Ísafirði - „Það skiptir máli"
Freysi Sig: Hinn Hornfirski Messi
Jóhann Birnir: Þurfum að vera með fókus á það sem við erum að gera
Árni Freyr: Vorum litlir í okkur og náðum ekki að höndla svona barning
Bergvin stóð við stóru orðin - „Gaman að hafa smá banter í þessari deild"
Gunnar Már: Það var eins og við vorum manni færri
Gústi Gylfa: Rautt spjald snýst ekkert um agavandamál
Farið á þrjú stórmót og þetta er besta umhverfið
„Hvað gerðist ekki í þeim leik?"
Ræða forsetans gladdi - „Við sögðum allt sem lá á hjartanu"
Sveindís: Veit ekki hvort þeir hafi séð þetta fyrir sér fyrir nokkrum árum
   sun 07. ágúst 2022 22:15
Haraldur Örn Haraldsson
Óskar Hrafn: Þú getur ekki valið leiki sem þú kennir þreytu um
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Óskar Hrafn Þorvaldsson þjálfari Breiðabliks var svekktur eftir að liðið hans tapaði 5-2 fyrir Stjörnunni í Garðabænum í kvöld.


Lestu um leikinn: Stjarnan 5 -  2 Breiðablik

„Ég er auðvitað bara svekktur með frammistöðuna, svekktur með niðurstöðuna en við verðum bara að vera auðmjúkir. Frammistaðan var ekki nógu góð að það er bara eins og það er. Engin dramatík í því, við spilum ekki nógu vel og uppskárum kannski svona eins og við sáðum."

Þetta er bara annað tap Blika í deildinni en hvað var það þá sem klikkaði í leik þeirra í kvöld?

„Ég veit það ekki, mér fannst eiginlega bara frá byrjun vanta orku og einhvern svona kraft og þennan dugnað sem hefur einkennt okkur og þó eftir markið hjá þeim og kannski svona fyrstu 20 mínúturnar fram að markinu okkar fannst mér við vera lifna við og stjórna leiknum en svo einhvernvegin hleypum við þeim aftur inn í leikinn og fáum á okkur 2 mörk fyrir hlé og þá var þetta eihvernvegin alltaf á brattan að sækja og við höfðum ekki orkuna og kraftin til þess að ná eitthvað meira heldur en þetta."

Breiðablik er ennþá í 3 keppnum þ.e.a.s. deild, bikar og evrópu. Er þetta þreytumerki?

„Nei þetta er ekki þreyta, þetta er eitthvað annað. Þetta er kannski meira spennufall eða eitthvað svona. Þetta er alls ekki þreyta, við erum búnir að spila marga leiki að undanförnu og höfum verið kraftmiklir þar þannig þú getur ekki bara valið þér leiki sem þú kennir þreytu um. Þannig við verðum bara að vera auðmjúkir og bara horfast í augu við það að við vorum ekki nógu kraftmiklir og því fór sem fór."

Breiðablik liggur núna 3-1 undir í viðureign sinni á móti İstanbul Başakşehir í Sambands deildinni. Hverjar eru væntingarnar fyrir þeim leik?

„Mínar væntingar eru bara að við náum að fylgja eftir góðum leik á kópavogsvelli á fimmtudaginn sem ég var mjög ánægður með og mér fannst við standa þeim vel jafnfætis og gott betur í þeim leik og áttum skilið að fá meira út úr honum. Við förum þangað til að ná eins hagstæðum úrslitum og kostur er, við ætlum að reyna vinna þá og sjáum hvað við komumst langt með það."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan þar talar Óskar nánar um næsta leik gegn İstanbul Başakşehir


Athugasemdir
banner