Nú er hálfleikur í leik FH og ÍA en þar er staðan 1-2, Skagamönnum í vil. Það er óhætt að segja að fyrri hálfleikurinn hafi alls ekki verið tíðindalítill.
Haukur Andri Haraldsson og Jón Gísli Eyland Gíslason komu ÍA tveimur mörkum yfir með flottum mörkum. Á 39. mínútu sauð svo upp úr við boðvangana.
Haukur Andri Haraldsson og Jón Gísli Eyland Gíslason komu ÍA tveimur mörkum yfir með flottum mörkum. Á 39. mínútu sauð svo upp úr við boðvangana.
Lestu um leikinn: FH 3 - 2 ÍA
Heimir Guðjónsson þjálfari FH og Dean Martin aðstoðarþjálfari ÍA fóru haus í haus og fengu báðir rautt. Dean Martin var ósáttur við að fá ekki aukaspyrnu og Heimir var alls ekki sáttur við framkomu hans og veittist að honum.
„Heimir og Dean lenda hér saman á hliðarlínunni og fá báðir reisupassann, fara hér haus í haus og Helgi Mikael, hefur eðlilega litla þolinmæði fyrir svona fíflalátum og rekur þá báða útaf," skrifaði Kjartan Leifur Sigurðsson í beinni textalýsingu frá leiknum.
Ísak Óli Ólafsson minnkaði muninn fyrir FH skömmu eftir rauðu spjöldin og FH fékk svo vítaspyrnu í uppbótartíma fyrri hálfleiksins en Árni Marinó Einarsson, markvörður ÍA, varði frábærlega spyrnu Kjartans Kára Halldórssonar.
Athugasemdir