Liverpool undirbýr tilboð í Williams - Man Utd setur verðmiða á Bruno sem er orðaður við Bayern - Vlahovic orðaður við Barca
Jói Bjarna: Erum að smella í gang
Haukur Andri: Höfum verið óheppnir með úrslit
Þorsteinn opnar nýjan kafla: Ágætis tímapunktur til að skipta út og gera breytingar
„Vonandi að fólk sjái að maður geti spilað gegn svona leikmönnum“
Ógeðslega erfitt að horfa frá bekknum - „Fannst ég ná að stríða og djöflast í þeim“
Sverrir Ingi um baráttuna við Mateta - „Ógnarsterkur náungi“
Daníel Tristan: Það er miklu erfiðara finnst mér
Stærsta augnablikið á ferlinum til þessa - „Það voru allir trylltir"
Hákon Arnar: Verður áhugavert hvað menn segja núna
Ísak: Höfðum getað vorkennt sjálfum okkur og haldið að þetta væri búið
Elías notaði orð sem Arnar elskar - „Verður líka að kunna það"
Daníel Leó: Þú verður ekki þreyttur þegar það er þannig
Líður vel í Stockport - „Draumur frá því að maður var lítill“
„Aftur sami Eggert Aron sem að fólk þekkir“
Ólafur horfir enn á 2. sæti riðilsins - „Verðum hreinlega að fá þrjú stig“
Bergdís Sveins: Ætlum að koma geggjaðar inn í næsta tímabil
Óli Kristjáns: Vitum alveg hvernig þetta er búið að vera
Einar Guðna: Við þurfum að vinna næsta leik bara 3-2, þá er ég sáttur
Kom liðinu sínu í Meistaradeildina - „Ég er himinn lifandi, vá!”
Jóhannes Karl: Þurfum sigur á móti Víking
   sun 11. september 2022 17:32
Daníel Smári Magnússon
Arnar Grétars: Við erum neðarlega í fæðukeðjunni
,,Þarft að vera duglegur á móti Blikum.''
Arnar var gríðarlega sáttur með vinnusemi sinna manna gegn toppliði Blika.
Arnar var gríðarlega sáttur með vinnusemi sinna manna gegn toppliði Blika.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Þetta var bara hörkuleikur tveggja góðra liða og mér fannst Blikarnir byrja leikinn betur. Þeir voru mun meira með boltann í fyrri hálfleik og án þess að skapa sér í fyrri hálfleik. Þeir fengu dauðafæri í blálokin, en þá vorum við stuttu áður búnir að dauðafæri í stöðunni 1-0,'' sagði Arnar Grétarsson eftir 2-1 sigur á toppliði Breiðabliks í Bestu-deild karla í dag, með Boston slagarann More Than a Feeling ómandi í bakgrunninum.


Lestu um leikinn: KA 2 -  1 Breiðablik

Hann hélt áfram: „Bara virkilega ánægður með vinnusemina, sérstaklega í fyrri hálfleik, af því að þú þarft að vera duglegur á móti Blikum. Þú lendir aðeins undir og nærð ekki að halda boltanum. Það gerðum við vel, af því að við vissum að ef við myndum ná að spila út úr fyrstu og annarri pressu Blikanna, þá myndum við fá færi.''

Leikplan KA gekk vel og sagði Arnar að leikmenn hefðu kannski verið sjálfum sér verstir þegar kom að því að ganga frá leiknum.

„Við erum kannski sjálfum okkur verstir þar sem að við hefðum getað verið búnir að klára leikinn, svona aðeins fyrr. Við vorum að fá hörkufín færi. Ég á eftir að sjá markið sem að Viktor skorar. Virkaði allavega á okkur eins og það hefði verið úr þröngu færi, en allt í lagi. Mér fannst strákarnir hrikalega flottir og þeir stigu upp, þeir þorðu og menn voru að reyna að spila boltanum þrátt fyrir gríðarlega pressu frá Blikunum í fyrri hálfleik.''

Það hefur ekki verið laust við eril í kringum KA liðið síðustu misseri. Arnar sjálfur tiltölulega nýbúinn að afplána fimm leikja bann, Nökkvi Þeyr Þórisson seldur til Beerschot VA og svo hefur liðið fengið á sig dramatísk sigurmörk, bæði gegn Víkingi R. og FH.

„Já, það verður bara að segjast alveg eins og er og ég ætla ekki að ljúga því að það var bara virkilega erfitt. Erfitt að kyngja því að tapa á móti Víking og sérstaklega á móti FH. Svo gat maður séð að Nökkvi var svolítið með ferðatöskuna klára á móti Fram. Við höfum lent í þessu áður þar sem að Brynjar Ingi var að fara út. Þá eru menn, ósköp eðlilega, komnir með hausinn á annan stað.''

Hann bætti svo við skemmtilegri myndlíkingu: „Svona er þetta bara. Við erum ansi neðarlega í fæðukeðjunni og þegar að einhver stærri fiskur kemur að þá eru menn fljótir að fara.''

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner