Liverpool hefur áhuga á Gomes - Yamal fær nýjan samning - Sean Dyche íhugar markvarðarbreytingu
   mið 11. september 2024 18:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Ensk félög vilja fá Tah á frjálsri sölu
Mynd: Getty Images

Samningur Jonathan Tah hjá Leverkusen rennur út næsta sumar sem þýðir að félög utan Þýskalands geta byrjað að ræða við hann strax í janúar.


Samkvæmt heimildum þýska miðilsins Bild hafa ensk félög áhuga á að fá þennan 28 ára gamla þýska miðvörð til liðs við sig.

Manchester United, Liverpool, Chelsea og Tottenham eru nefnd til sögunnar. Hann staðfesti sjálfur á dögunum að hann muni ekki skrifa undir nýjan samning við þýska félagið en hann var orðaður við Bayern Munchen í sumar.

„Ég er búinn að taka ákvörðun og ég mun ekki skrifa undir nýjan samning hjá Bayer. Ég mun gera mitt besta fyrir þetta félag þar til samningurinn rennur út og svo mun ég taka ákvörðun um framtíðina næsta sumar. Ég er ánægður hér hjá Leverkusen en er líka búinn að ákveða að mig langar í nýja áskorun," sagði Tah.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner