Mbeumo, Wirtz, Diomande, Quenda, Nypan, Van Nistelrooy, Cherki og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 11. nóvember 2024 17:15
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Mun eflaust bara bögga þá ennþá meira á næstu dögum"
Bræðurnir Jökull og Axel Óskar.
Bræðurnir Jökull og Axel Óskar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jökull hjálpaði Aftureldingu að komast upp í Bestu deildina.
Jökull hjálpaði Aftureldingu að komast upp í Bestu deildina.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Axel Óskar í leik með Aftureldingu 2014.
Axel Óskar í leik með Aftureldingu 2014.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Aron Elí Sævarsson, fyrirliði Aftureldingar, ræddi við Fótbolta.net í dag. Afturelding er í fyrsta sinn í sögunni á leið í tímabil í efstu deild karla.

Fyrirliðinn var spurður hvar hann vildi sjá félagið gera í vetur í undirbúningi fyrir komandi tímabil.

„Við erum með skýrar hugmyndir um hvað við viljum gera og ég held að flestir í hópnum séu meðvitaðir um að við viljum klárlega reyna styrkja nokkrar stöður."

„Eins og t.d. markmannsstaðan, Jökull kom inn og var hrikalega mikilvægur. Það væri gott að fá inn markmann, ef það er ekki Jökull þá einhvern annan til að fá samkeppni við Arnar (Daða Jóhannesson) og vera með tvo hörkugóða markmenn um veturinn og sumarið."

„Við þurfum að vera með stærri hóp og meiri samkeppni til þess að standa okkur á næsta ári. Ef það koma upp meiðsli þá þurfum við að vera með menn klára. Við þurfum að breikka hópinn að einhverju leyti, bæta við allavega einum í öllum línum."


Mosóbræðurnir, Jökull og Axel Óskar Andréssynir, eru með lausa samninga. Er fyrirliðinn að liggja í þeim að koma í uppeldisfélagið?

„Það fyndna við það þegar maður sjálfur er að semja þá er maður ekkert að hugsa of mikið um aðra, maður getur ekki verið að liggja í þeim áður en maður ákveður hvað maður sjálfur ætlar að gera."

„En við höfum rætt þetta, sérstaklega eftir að ég skrifaði undir, og ég mun eflaust bara bögga þá ennþá meira ef ég get á næstu dögum,"
segir Aron Elí.
Athugasemdir
banner
banner