Pep vill fá fyrrum leikmann Liverpool - Liverpool fylgist með tveimur Svíum - Grealish orðaður við Tottenham
   mán 11. nóvember 2024 16:22
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Valdimar Jóhanns til Njarðvíkur (Staðfest)
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Njarðvík tilkynnti í dag að Valdimar Jóhannsson væri búinn að gera tveggja ára samning við félagið.

Valdimar er kantmaður sem kemur til Njarðvíkur frá uppeldisfélagi sínu Selfossi. Valdimar er fjölhæfur leikmaður, getur leyst nokkrar stöður framarlega á vellinum.

Hann á alls að baki 137 meistaraflokskleiki og í þeim hefur hann skoraði 25 mörk.

Hann er fæddur árið 2001 og setti ristarbrot strik í reikninginn hjá honum í sumar. Hann kom hann einungis við sögu í sjö leikjum í öllum keppnum þegar Selfoss vann 2. deildina og Fótbolti.net bikarinn.

Njarðvík endaði í 6. sæti Lengjudeildarinnar á liðnu tímabili.

Athugasemdir
banner
banner