Mainoo til Napoli? - Höjlund snýr ekki til baka í janúar - Þrír miðjumenn orðaðir við United - Spurs tilbúið að borga 70 milljónir punda
   þri 11. nóvember 2025 08:00
Brynjar Ingi Erluson
Conte er ekki að hætta með Napoli
Mynd: EPA
Aurelio De Laurentiis, forseti Napoli á Ítalíu, vísar þeim sögusögnum um að Antonio Conte hafi lagt inn beiðni um að hætta með liðið til föðurhúsanna, en De Laurentiis segist ánægður með samstarfið við Conte.

Umræðan í ítölskum fjölmiðlum hefur verið á þann veg að Conte vilji slíta sig lausan frá Napoli.

Meistararnir eru í 4. sæti ítölsku deildarinnar, aðeins tveimur stigum frá toppnum en aðeins með 4 stig í Meistaradeildinni.

Napoli hefur samt tapað fimm deildarleikjum á tímabilinu og töldu margir að tapið gegn Bologna um helgina hafi verið kornið sem fyllti mælinn, en De Laurentiis segir það af og frá.

Conte mun halda áfram með liðið.

„Þetta er falsfrétt. Ég er stoltur að hafa mann eins og Conte við hlið mér, félagsins og hópsins. Hann er tryggur félaginu, leikmönnunum og stuðningsmönnunum,“ sagði forsetinn í viðtali sem Fabrizio Romano birti á X.
Athugasemdir
banner