Mainoo opinn fyrir Napoli - Tekur Gerrard við Boro? - Forest vill 120 milljónir punda - Kröfur Vinicius gætu ýtt honum í burtu
   þri 11. nóvember 2025 12:26
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Viðtal
Fær ekki annan samning hjá FH - „Sá fyrir mér að klára ferilinn þar"
'Ég var mjög spenntur að koma aftur í FH í fyrra og sá fyrir mér að klára ferilinn þar'
'Ég var mjög spenntur að koma aftur í FH í fyrra og sá fyrir mér að klára ferilinn þar'
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
'Auðvitað vill maður alltaf spila sem mest en mér fannst ég spila vel þegar ég fékk tækifærið'
'Auðvitað vill maður alltaf spila sem mest en mér fannst ég spila vel þegar ég fékk tækifærið'
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
'Það er mikilvægt að það séu eldri og reyndari leikmenn í kringum þá yngri til að aðstoða og leiðbeina.'
'Það er mikilvægt að það séu eldri og reyndari leikmenn í kringum þá yngri til að aðstoða og leiðbeina.'
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Einar Karl Ingvarsson verður ekki áfram hjá FH en hann staðfestir tíðindin í samtali við Fótbolta.net. Einar Karl er uppalinn hjá FH og sneri aftur til félagsins fyrir síðasta tímabil eftir að hafa leikið tvö tímabil með Grindavík.

Hann er reynslumikill miðjumaður sem fæddur er 1993 og á að baki 349 KSÍ leiki og hefur í þeim skorað 24 mörk. Hann hefur fjórum sinnum orðið Íslandsmeistari á sínum ferli og þrisvar bikarmeistari.

Á liðnu tímabili byrjaði hann einungis þrjá leiki en kom við sögu í 25 af 27 deildarleikjum FH.

„Samningurinn minn við FH er að renna út og FH er búið að tilkynna mér að þeir ætli ekki að framlengja," segir Einar Karl við Fótbolta.net.

Eru vonbrigði að fá ekki nýjan samning hjá FH?

„Já, ég verð að segja það, mikil vonbrigði. Ég var mjög spenntur að koma aftur í FH í fyrra og sá fyrir mér að klára ferilinn þar. Mér leið mjög vel í FH - þetta er frábær hópur og mér finnst svekkjandi að fá ekki að taka annað tímabil með þeim."

Skildir þú ákvörðun stjórnar?

„Svona bæði og. Stefnan þeirra er að vera með unga leikmenn - en jafnvægið skiptir miklu máli til að ná árangri. Það er mikilvægt að það séu eldri og reyndari leikmenn í kringum þá yngri til að aðstoða og leiðbeina. Þá eiginleika finnst mér ég hafa og var spenntur að halda áfram að styðja við ungu strákana og gefa af mér til hópsins."

Hvernig fannst þér tímabilið 2025?

„Við byrjuðum illa en náðum okkur svo á strik og héldum fínum stöðugleika sem endaði þannig að við náðum topp sex. Við hefðum auðvitað viljað vera nær því að berjast um Evrópusæti, en byrjunin gerði það erfitt."

„Heilt yfir var ég ánægður með hlutverkið mitt. Auðvitað vill maður alltaf spila sem mest en mér fannst ég spila vel þegar ég fékk tækifærið og þess á milli gerði ég mitt besta til að hjálpa liðinu og hópnum eins og ég gat - vera jákvæður og leiða með góðu fordæmi."


Hvað langar þig að gera næst á ferlinum?

„Ég er bara opinn fyrir flestu. Með aldrinum að þá skilur maður alltaf betur mikilvægi þess að það sé blanda af ungum og eldri leikmönnum. Ég er ennþá með ástríðu fyrir fótbolta og tel mig hafa fullt fram að færa, bæði innan sem utan vallar.

„Mig langar alveg klárlega að halda áfram að spila. Ég er bara rétt rúmlega þrítugur, er í mjög góðu standi, líður vel í líkamanum og hef verið mjög heppinn með meiðsli í gegnum ferilinn. Þannig ég tel mig ennþá eiga fullt erindi í þetta og hlakka til að skoða möguleikana sem eru í boði,"
segir Einar Karl.
Athugasemdir
banner
banner