Aron Jóhannsson hefur lagt skóna á hilluna en þetta staðfestir hann í samtali við Fótbolta.net.
Aron er 31 árs sóknarsinnaður miðjumaður sem er uppalinn hjá Haukum og hefur undanfarin tvö tímabil leikið með Aftureldingu. Hann átti gott tímabil í Bestu deildinni, skoraði sex mörk og lagði upp eitt í 24 leikjum. Meiðsli settu aðeins strik í reikninginn hjá honum.
Aron er í námi sem takmarkar möguleika hans til að spila fótbolta næsta sumar og þess vegna eru skórnir komnir á hilluna, í bili hið minnsta.
Aron er 31 árs sóknarsinnaður miðjumaður sem er uppalinn hjá Haukum og hefur undanfarin tvö tímabil leikið með Aftureldingu. Hann átti gott tímabil í Bestu deildinni, skoraði sex mörk og lagði upp eitt í 24 leikjum. Meiðsli settu aðeins strik í reikninginn hjá honum.
Aron er í námi sem takmarkar möguleika hans til að spila fótbolta næsta sumar og þess vegna eru skórnir komnir á hilluna, í bili hið minnsta.
„Planið var alltaf að spila næsta sumar en það breyttust aðstæður í náminu sem ég er í og það verður í forgangi hjá mér yfir sumartímann," segir Aron við Fótbolta.net. Hann er að læra flugumferðarstjórn.
„Ég fundaði með Aftureldingu og þeir eru meðvitaðir um stöðuna. Niðurstaðan var sú að það var ekki hægt að samþykkja það. Þannig já, skórnir eru komnir á hilluna eins og staðan er núna."
Aron hefur verið orðaður við uppeldisfélagið.
„Haukarnir heyrðu í mér og ég viðurkenni að það kitlaði smá en því miður hentaði það ekki því þetta er rosalega spennandi verkefni hjá þeim."
Hvernig fannst þér tímabilið 2025?
„Persónulega er ég bara nokkuð sáttur. Seinni hluti tímabilsins litaðist svolítið af meiðslum hjá mér, spilaði tábrotinn og með beinmar á tveimur mismunandi stöðum. Ég vildi gera allt sem ég gat til að hjálpa liðinu og held að ég hafi bara gert það þokkalega þar sem ég spilaði líklega fleiri mínútur meiddur heldur en heill."
„Auðvitað er leiðinlegt að við höfum fallið en stemningin sem myndaðist í Mosó er eitthvað sem ég mun aldrei gleyma og mér finnst að frammistaða liðsins hafi sýnt að við áttum klárlega heima í Bestu deildinni."
Það hefur ekki verið einhver löngun að skipta yfir í Haukana, taka það sem þú gætir náð að taka?
„Jú, klárlega. En þetta er bara tímafrekari deild og þetta þarf að vera sanngjarnt fyrir fjölskylduna líka," segir Aron sem hefur líka leikið með Fram og Grindavík á ferlinum.
Alls á Aron að baki 399 KSÍ leiki og hefur í þeim skorað 87 mörk.

Athugasemdir





