Ramos orðaður við Man Utd - West Ham fylgist með Brassa - Sunderland vill Guendouzi
   fim 11. desember 2025 19:03
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Byrjunarlið kvöldsins: Sverrir Ingi byrjar en Daníel Tristan á bekknum
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Sverrir Ingi Ingason er í byrjunarliði Panathinaikos sem fær Viktoria Plzen í heimsókn í 6. umferð Evrópudeildarinnar. Bæði lið eru með níu stig.

Daníel Tristan Guðjohnsen byrjar á bekknum hjá Malmö sem heimsækir Porto. Malmö er aðeins með eitt stig en Porto er með tíu. Eggert Aron Guðmundsson og Sævar Atli Magnússon eru báðir á meiðslalistaum hjá Brann sem mætir Fenerbahce. Freyr Alexandersson er þjálfari Brann. Bæði lið eru með átta stig.

Gísli Gottskálk Þórðarson er á meiðslalistaum hjá Lech Poznan sem mætir Mainz í fimmtu umferð Sambandsdeildarinnar. Liðið er með sex stig.

Kjartan Kári Kjartansson er ekki í Sambandsdeildarhópnum hjá Aberdeen. Liðið fær Strasbourg í heimsókn í kvöld. Aberdeen er aðeins með tvö stig.

Það eru átta breytingar á liði Aston Villa sem heimsækir Basel í Evrópudeildinni. Jadon Sancho er í byrjunarliðinu en Harvey Elliott er ekki í hópnum.

Það eru fjórar breytingar á liði Crystal Palace sem heimsækir Shelbourne í Sambandsdeildinni.

Aston Villa gegn Basel: Bizot; Cash, Konsa, Lindelof, Digne; Bogarde, Onana; Guessand, Buendia, Sancho; Malen.

Varamenn: Oakley, Wright, Maatsen, Garcia, Hemmings, McGinn, Kamara, Tielemans, Rogers, Watkins.


Athugasemdir
banner
banner