Ramos orðaður við Man Utd - West Ham fylgist með Brassa - Sunderland vill Guendouzi
   fim 11. desember 2025 20:52
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Davíð Snær og Ólafur upp í efstu deild í Noregi
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Álasund tryggði sér sæti í efstu deild í Noregi í kvöld þrátt fyrir tap gegn Bryne. Davíð Snær Jóhannsson og Ólafur Guðmundsson eru leikmenn liðsins.

Liðin mættust í seinni leiknum í umspili í kvöld. Bryne endaði í þriðja neðsta sæti í efstu deild en Álasund endaði í 4. sæti næst efstu deildar og vann umspilið milli liðanna sem enduðu 3. til 6. sæti.

Álasund vann fyrri leikinn gegn Bryne 4-0 þar sem Davíð Snær kom inn á undir lokin en Ólafur var ónotaður varamaður. Álasund tapaði 1-0 í kvöld en vann samanlagt 4-1. Davíð kom inn á í hálfleik í kvöld en Ólafur var ónotaður varamaður.

Hinn 17 ára gamli Tómas Óli Kristjánsson var ónotaður varamaður þegar AGF tapaði 1-0 gegn OB í fyrri leik liðanna á útivelli í átta liða úrslitum í danska bikarnum. Seinni leikurinn fer fram á sunnudaginn á heimavelli AGF.
Athugasemdir
banner
banner